Eimreiðin - 01.01.1928, Qupperneq 126
106
RITSJA
eimreiðin
Dýpst í skauti dular-hylja
drolnar kraftur huliðsvilja,
þess, er engir þankar skilja,
þangað daprast hverjum flug.
(Fegurð).
Það er hagnýt siðfræði, sem Jak. Thor. boðar, en inn á svið hinna seðri
heima trúarinnar hættir hann sér sjaldan. Það má finna honum það
foráttu, að hann sé einhæfur í ljóðagerð sinni, skorti tilfinningahita, hug-
myndaflugið sé ekki mikið og fullmikill hversdagsbragur á viðfangsefn-
unum, en jafnvel þótt eitthvað sé hæft í þessu, er altaf gróði að ljóðuw
hans, því í þeim gætir glöggs skilnings á mannlífinu, þroskaðrar athuS'
anagáfu og kímni, sem að jafnaði er góðlátleg, en umfram alt er þa^
einbeitnin og karlmenskan sem einkennir alt, sem Jak. Thor. kveður.
Hann getur glott við tönn eins og Skarphéðinn í brennunni, enda þól*
harðan blási á móti og sóknin sýnist erfið. Og þrátt fyrir það þótt hann
skeri aldrei utan af orðum sínum, er hann varla nokkúrn tíma klúr-
Strangleika og sterkbygða hugsun klæðir hann í kjarnyrtar selningar»
en máttleysi er honum fjarri í hugsun og stíl.
Helsingjar Stefáns frá Hvítadal standa ekki að baki fyrri ljóðabókum
þessa höfundar, Söngvum förumannsins og Óði einyrkjans. En það er
hafinn nýr þáttur í þróunarferli skáldsins með þessari bók. Skýrt mótuð
lífsskoðun finst að baki flestum kvæðunum. Svo er ekki um fyrri ljóÖa-
bækur hans, að undanteknum örfáum kvæðum í Óði einyrkjans. En 1
„Heilagri kirkju", lofgjörðaróði sínum til Maríu meyjar og kaþólsl<u
kirkjunnar, skar hann úr um það, hvar hann mundi Ienda að Iokum-
Stefán frá Hvítadal hefur fundið lausn lífsgátu sinnar í örmum kaþólskrm
kirkju, eða á að minsta kosti sterka von um að finna hana þar. Óm
þetta ber þessi síðasta bók hans ljósastan vottinn. Helmingur bókarinnar
er kaþólsk ljóð, flest vel gerð, nema þar sem rímið ber andann ofur
liði, eins og sumstaðar í hrynhendunni til Vilhjálms van Rossum ""
af sársauka og sektarmeðvitund manns, sem játar syndir sínar af heilltrrl
hug og treystir á náð guðs fyrir blóðfórn og friðþægingu sonarins:
Ó, mundu Drottins síðu sár,
það sefar hjartans kvöl og fár.
Það blóð og vatn, sú lífsins lind,
hún Ieysir þig frá allri synd.
(Vexilla Regis).