Eimreiðin - 01.01.1928, Qupperneq 128
108
RITSJÁ
EIMREIÐIN
sem vér finnum úlþrána vakna í eigin brjósti við leslur kvæðanna Pa&
vorar og Fram til heiða.
Sjá, blárökkurmóðan um fjallshlíðar færist —
nú flýgur hugur minn víða.
Það vorar í hugum allra, sem lesa þessar látlausu ljóðlínur. — Og Þa^
er eins og vorþytur strjúkist um vangann við að lesa vísu eins og þessa-
Vængir blaka — hefjast hátt,
heiði taka; þrárnar seiða.
Sólheit vakir sunnanátt,
svanir kvaka fram til heiða.
Þér konur er kvæði, sem sýnir einkar vel þá hliðina á skáldinu, sei”
að heiminum snýr og er vafalaust eitthvert glæsilegasta kvennaminni a
íslenzka fungu. Þar í eru þessar línur:
Þér konur á eldblysum kveikið,
er kveldsól að viði hnígur,
. . . svo reykelsis ilmur og andakl
frá ölturum mannanna stígur,
— unz lyfta sér vængjaðar verur
í vorkvöldin töfrafríð.
Og fá íslenzk skáld hafa komið betur orðum að því að lýsa hinum
skapandi mætti ástarinnar í huga karlmannsins en Stefán í þessum
niðurlagsorðum kvæðisins:
— Hver dáð, sem maðurinn drýgir,
er draumur um konu ást.
Það er ekki mjög mikið að vöxtum, sem liggur eftir Stefán frá Hví|a
dal í ljóðum. Þessi síðasta bók hans er ekki nema sjö arkir í fremur
litlu broti. En það er betra að fá eilt gott kvæði á ári en tíu léle<5ar
Ijóðabækur. Það, sem frá Stefáni hefur komið, er með fáeinum undan
tekningum gott. Og hann hefur þegar ort kvæði, sem tryggja honun1
fastan sess í íslenzkri bókmentasögu, við hliðina á bezfu ljóðskálduu1
vorum. Sv.
Gunnar Gunnarsson: DEN UERFARNE REJSENDE. Af u^5'
Greipssons Optegnelser. Köbenhavn MCMXXVII (Gyldendal). ^
Þetta er fjórða bókin í hinum mikla sagnabálki G. G., sem nu er
koma út á forlag Gyldendals. Fyrst kom Leg med Straa, svo Skibe Pa3
Himlen, þá Natten og Drömmen, og í þessari bók er haldið áfrana ae^