Eimreiðin - 01.04.1929, Síða 20
eimreiðin
Um bíl og stíl.
i.
Um flestar stórborgir mun það eiga við, að einhver einn
blettur er í þeim, þar sem umferðarstraumurinn verður lang-
samlega þyngri og magnmeiri en nokkurstaðar annarstaðar
innan borgartakmarkanna. Þráti fyrir margvíslegar tilraunir
borgarstjórna til þess að dreifa straumnum og veita honum
inn í ýmsa farvegi, þá virðist það ætla að verða nærri óvinn-
andi verk, eins og flestir bæir hafa bygst fyrir rás viðburð'
anna. Og víða heyrist getið um þá gamansemi og hæðni at-
vikanna, að því meira sem reynt er að flýta fyrir umferðinni
— veita straumnum burtu í djúpum farvegi, ef svo mætti
segja — því meiri verður hann. Alkunnast dæmi þessa er
miðdepillinn á Manhattaneyjunni í New Vork. Hundruð þús-
undir manna hafast við á daginn í skrifstofuhöllum þeim hin-
um miklu, sem teygja sig hærra til himins en flestir fuglar
fljúga. Allar þessar þúsundir eiga leið til og frá staðnum a
sama tíma, en því meira, sem að því er gert að stefna
þangað farartækjum til þess að flytja fólkið, því meiri verðm-
mergðin, sem vill nota sér tækin. Orð leikur á því, að borð'
arstjórnin sé að gefast upp við að leggja nýjar neðanjarðm"
brautir um þessar slóðir. Hver lest, sem við bætist, eykur
strauminn meira en hún léttir af honum.
Hér í Winnipegborg er einn staður, sem minnir töluvert
myndarlega á straumiðu heimsborganna miklu, þótt hér bm
eigi nema rúmlega fjórðungur úr miljón manna. Flest stói"
hýsi bæjarins eru í námunda við það, er mætast umferðaraeð'
arnar mestu, sem nefnast Main Street og Portage AvenUe-
Straumurinn verður nærri ótrúlega mikill um það leyti, sen1
menn halda frá vinnu sinni seinni hluta dagsins. En Þa^
bætir um, að strætin eru í allra breiðasta lagi, jafnvel eft>r
því sem gerist á meginlandi þessu. Og hvergi hef ég
umferð stjórnað lögreglulaust, þar sem eins mikill niau*1'
straumur hefur flotið. Göturnar eru vandlega og greinileð3