Eimreiðin - 01.04.1929, Qupperneq 22
110
UM BÍL OQ STÍL
EIMREIÐIN
öðru máli að gegna. Því nánara sem að er gáð, því aug-
ljósara verður, að Ford-bíllinn gamli er alls ekki bíll. Hann
er fóstur, óhrjálegt efni, sem er að leita að sinni réttu mynd.
Og því lengra sem leitað er aftur í tímann, alt til þeirra
ára, er þetta nýtízku farartæki skreið fyrst út á brautina, sem
átti eftir að leiða til svo margvíslegra breylinga á ytri menn-
ingu heimsins, því greinilegra verður það, að saga þess á
margt skylt við fóstur lifandi spendýrs.
Fyrstu bílarnir voru stuttir, en háir í loftinu. Vélkassinn
stóð eins og hnútur fram úr búknum, og átti einhvern veg-
inn ekki þar heima. Hann átti þar ekki heima vegna þess,
að myndin er í eðli sínu vagn, sem ýtt er eða dreginn. Af'
staða myndarinnar til bíls er sú sama og fósturmynd manns,
sem enn minnir á hund eða annað ferfætt dýr. BíIIinn byrjar
sem stæling af vagni.
Nýtízku bíll er þessu mjög frábrugðinn. Hann er svo lágur,
að nærri liggur, að hann virðist skríða með jörðunni. Hann
byrgir hjólin undir sér. Vélkassinn er orðinn samgróinn hluti
af myndinni. Og hún hefur lengst að miklum mun. Einn feg-
ursti hlufur, sem iðnaður hefur skapað, er vandaður tveggi3
manna bíll, tjaldlaus eða óbyrgður. Hann er langur, lágur,
sætin svo lág, að andlitin nema aðeins upp á skýlisrúðuna-
Formið er ímynd þeirrar hugsjónar, sem leitað hefur verið að'-
flýlis, styrkleika og þæginda. Bíllinn varð bíll, þegar menn
hættu að stæla vagn og tóku að leita að formi þess eðhs'
sem með hlutnum átti að felast.
II.
í Norður-Ameríku munu vera nálægt 130 miljónir manna
— held ég. Eins og ræður af líkum, þá er margur fáráður
maður í þeim hóp. En fyrir utan þá, sem hafast við í hælu111
vitfirtra manna, munu þeir einna verst staddir að andleSu
heilsufari, sem varið hafa offjár til að kaupa upp kastala og
gömui höfðingjasetur í Norðurálfunni til þess að flytja þuU
yfir Atlantshafið og reisa þau þar að nýju, stein fyrir steu1-
Þeir hafa reynst vera álíka miklir naglar og NorðurálfumenU'
irnir, sem halda því fram, að ekki séu til fögur hýsi og 11