Eimreiðin - 01.04.1929, Síða 58
146
SKINNKLÆÐI
EIMREIÐIN
Skinnklæðasnið:
I. Brók með Ieppasóla: 1. Setskauti,
2. Sóli, 3. Skálm, 4. Tunga.
II. liempu-skinnstakkur: 1. Erm, 2.
Hliðargeiri, 3. Boðangur.
III. Laska-skinnstakkur: 1. Erm, 2.
Laski, 3. Hliðargeiri, 4. Boðangur.
IV. Vatnsfara-skinnstakkur: 1. Erm,
2. Hliðargeiri, 3. Boðangur.
Þeir, sem saumuðu skinn-
klæðin, sem ávalt voru
karlmenn, létu, þá er þau
skyldu sniðin á, mæla
stærð þeirra þannig, að
sá, sem brók skyldi sniðin
á, mældi lengd skálmar-
innar allrar við hæð sína
til brjósts, en lengd frá
hæl — hælspori — til
hnésbótar — klukkuspors
—, þannig, að hann stakk
niður alboganum, þar sem
hælspor skyldi vera, lagði
svo framhandlegg með
H framréttri hönd á skálmar-
efnið og hina höndina
þversum fyrir framan hana.
Var það öln og þverhönd
og honum hæfileg lengd
til klukkuspors — en
breidd skálmarinnar um
klukkuspor skyldi vera
Iangspönn og fingurhæd
samanlögð skálmin — þ-
e. helmingurinn —, oS
átti hún að mjókka svo
til hælspors að saumfar-
inu næmi. Hét það að
»láta sauminn fljóta« um
klukkusporið, er hælspors-
breiddin var borin þar
saman við. Sólinn átti að
vera langspönn og mæla að
lengd, en spönn að breidd.1)
1) Upplýsingar um skinnklæðagerð, einkum málin og sniðin, hafa gefiÖ
þeir Eiríkur Pálsson á Litlu-Háeyri, sérléga greindur og skilríkur maðuf,