Eimreiðin - 01.04.1929, Page 70
158
GUÐFRÆÐINÁM OG GÓÐ KIRKJA
EIMREIÐIN
stein yfir steini. En hún á að vernda og glæða alt, sem er
ljósleitið og heilbrigt og fylla það anda og krafti.
Mannkynið er á þróunarbraut. Að baki eru gengin spor,
framundan ófarinn og ófyrirséður vegur. Sem fulltrúi Krists
á kirkjan að Ieiðbeina á þessari braut. Vér þekkjum brautina
að baki. Hún er krókótt, og víxlspor og hrasanir eru þar við
annaðhvort fótmál. Ætti ekki kirkjan að minna mannkynið
á þær hrasanir og þau víxlspor, svo ekki fari aftur og aftur
á sömu leið? Það er sagt, að sagan endurtaki sig. Og það
er satt, að því leyti, að altaf koma að nýju svipaðar hættur á
leiðina og áður. Ég hygg því, að kirkjunni sé fátt eins mikil -
vægt og einmitt þekking á liðna tímanum. Með þeirri þekk-
ingu á hún að afstýra því, að mannkynið sé sífelt að hnjóta
um sömu þúfurnar, sé sífelt að brenna sig á sama soðinu og
áður. Ég vil því óska þess, hver sem örlög guðfræðideildar-
innar verða, að hún megi sífelt finna til þess hlutverks, að
fræða um liðna tímann. Með sannri og hreinni mynd ]esu
og hollri söguþekkingu megi hún sem lengst rétta inn 1
kirkjuna íslenzku Iogandi blys, svo hún sé björt og góð kirkja.
Knútur Arngrímsson.