Eimreiðin - 01.04.1929, Síða 78
166
HALLGRÍMUR
EIMREIÐIN
heim, sem þú átt heima í. En ég geng að því vísu, að þér
sé hollast, þar eins og það var þér hér, að skilja það sem
fyrst, að þú getir ekki kúgað mig, og að það sé þér ekki
ætlað. Ef ég aftur á móti breyti gagnstætt vilja þínum í þessu
efni, þá ætla ég, með guðs hjálp, að verja mig gegn allri
áleitni frá þér. Eg er alveg óhrædd. Og nú vil ég ráðleggja
þér að fara — og koma ekki aftur, fyr en þú ert farinn að
hugsa öðru vísi og orðinn betri maður.
Það var ekki eingöngu staðfesta og einbeitni í þessum ein-
földu orðum hennar. Það var einhver tign í þessari baráttu
hennar, sem ég gleymi aldrei. Eg skildi það vel, að hún hefði
ekki verið Hallgríms meðfæri.
Eg veit ekki, hvort það var fyrir þá sök, að Hallgrímur —
eða hvað það nú var, aflið, sem við hana deildi — bugaðist
af festu hennar, eða það var af einhverjum öðrum orsökum.
En nú varð gagngerð breyting.
Líkami Ðjarna tók að ókyrrast. Fram úr honum fóru að
koma rokur af blótsyrðum, ein's og sá, er talaði, ætti í högg*
við einhvern.
— Látið mig vera. Eg fer ekkert, var sagt.
Þá komu umbrot og hvæsingar, unz alt varð kyrt. Og eftir
dálitla stund var Bjarni auðsjáanlega farinn að sofa vært og
eðlilega.
Húsfreyja stóð upp og kveikti.
— Nú er yður mál að sofa — og þó að fyr hefði verið,
sagði hún við mig.
Eg sagði, að mér hefði þótt mikils um vert að missa ekk*
af þessari stund. En ekki væri þess að dyljast, að dagleiðin
hefði þreytt mig nokkuð. Hún kvaðst nú ætla að vísa mér
á rúmið.
Ég hikaði mig dálítið.
— Viljið þér ekki heldur búa um mig hér inni? sagði ég-
Teljið þér alveg óhætt að Bjarni sé hér einn í nótt?
— Hann verður ekki einn; það verður vakað hjá honum,
svaraði hún, gekk á undan mér út úr herberginu, og ræddi
ekki það mál meira.
Hjá honum vakti þá nóft að minsta kosfi ein góð vera "
gamla unnustan hans.