Eimreiðin - 01.04.1929, Page 90
178
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
eimreiðin
fyrsta sinn sá ég nú eingöngu dökka menn. Á höfninni lá
lítil, sænsk seglskúta. Mig greip strax heimþrá, og ég veifaði
til landa minna. En maðurinn minn kom ógnandi og skipaði
mér að hætta. Eg hafði reynt að »setja mig í samband við«
útlendinga. Hann vildi ekki skilja, að ég hefði orðið glöð yfir
að sjá fána ættlands míns. Gat hann virkilega ekki skilið
mig? Var Austurlandabúinn gersneyddur tilfinningu fyrir ætt-
jörð sinni? Nú bar fólk að, og féll þá niður þessi leiðinlega
rimma okkar.
í hálfan fimta dag var ekkert að sjá annað en endalaust
hafið. En þegar við vöknuðum að morgni hins sjötta dags,
var skipið komið í höfn á Indlandi.
* *
*
Áður en við héldum áfram ferðinni með járnbraut, leituð-
um við uppi afgönsku sendisveitina í Bombay, því Asim þarfn-
aðist meiri ferðapeninga en hann hafði fengið í Berlín. For-
vitin virti ég fyrir mér fólkið á götunni. Mig undraði hvernig
fólk gat gengið, hulið í langar skræpóttar voðir, án þess að
flækjast í þeim og detta. Mér var þörf á að kaupa hitt og
og annað, en Asim taldi það ónauðsynlegt. Hann taldi nú alt
ónauðsynlegt, sem ekki snerti hann sjálfan. Ég fékk ekki
einu sinni peninga til þess að kaupa frímerki. Jafnvel það
fanst honum óþarfi. Og ekki þorði ég að kaupa fyrir þá litlu
peninga, sem ég átti, til þess að standa ekki uppi allslaus.
Með hverjum deginum sem leið, og því nær sem dró heiifl'
kynnum Asims, virtist hann verða eins og allur annar maður-
Mér fanst eins og ég umgengist alókunnugan mann. En ég
vildi ekki gera honum rangt til. Ef til vill stafaði þetta að
eins af þreytu og áhyggjum.
* *
*
Við fengum heimboð frá sendisveitinni og afganska sendi'
herranum, Abdur Rhaman Kan. Þar dvöldum við í góðu
yfirlæti og fórum með sendiherranum langar leiðir í bifreið
um héraðið í kringum Bombay.
Það var vart liðinn hálfur mánuður, þegar Asim var orðiun
sár-afbrýðisamur, því sendiherrann hafði gert sér alt far un1