Eimreiðin - 01.04.1929, Qupperneq 92
180
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
EIMREIÐIN
Svo kastaði hann alt í einu stafnum út í horn, gekk út að
glugganum og fór að horfa út í rökkrið, á það, sem fram
fór á götunni.
Með erfiðismunum reis ég á fætur, blóðug og marin. Mig
logverkjaði í allan líkamann. Það var eins og ég hefði verið
sviðin með glóandi járni.
Svo skjögraði ég inn í baðherbergið.
* *
*
Þegar ég kom til baka, stóð Asim í sömu sporum við
gluggánn og reykti. 0, hvað ég hataði hann! Eg hefði getað
ráðist á hann og drepið hann. Eg varð að stilla mig og reyna
að ná yfirhöndinni með því að sýnast vera róleg.
— Nú er nóg komið, Asim. Eg fer á morgun til sendi-
herrans og sæki um skilnað. Eg læt ekki fara með mig eins
og skynlausa skepnu.
Hann svaraði mér ekki. Það var eins og ég væri að tala
við stein. Eins og stytta stóð hann grafkyr við gluggann.
* *
Morguninn eftir fór ég rakleiðis til sendiherrans Abdur
Rhaman Khans, sem óafvitandi hafði orðið orsök í þessuw
skelfilega alburði, og skýrði honum frá því, sem gerst hafði
kvöldið áður. Þótt ég gæti ekki, þegar til kom, skýrt honum
frá öllu eins og það var, þá báru þó merkin á andliti mínu
og höndum nægilegt vitni þess, sem gerst hafði.
Hann var fús á að útvega mér skilnað. En hann kvaðst
ekki geta gefið út skilnaðarbréf, sem gilti í Evrópu, það skjal
yrði sjálf stjórnin í Kabul að gefa út. Samt sem áður lét
hann bóka framburð minn, en ég gat ekki skrifað undir hann,
því að þar kom fyrir persnesk setning, sem hann sagði að
væri nauðsynleg. Ég fékk nefnilega ekki að vita, hvað hún
þýddi, og var mér sagt, að það væri ekki hægt að þýða hana.
Þess vegna neitaði ég að skrifa undir.
* *
*
A sendisveitarstöðinni, þar sem við héldum til, fékk ég nlt
sérstakt herbergi út af fyrir mig. Mér var þörf á svefni o8