Eimreiðin - 01.04.1929, Side 96
184
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
EIMREIÐIN
j þeim á hverjum viðkomustað og heimtaður tollur af okkur
hvað eftir annað.
Svo héldum við áfram ferðinni í bifreið. Þegar við höfðum
ekið svo sem klukkustund tók ég eftir geysiháum dökkum og
drungalegum fjallaklasa, sem gnæfði við himin.
— Þetta er Hindukusch, sagði Asim. — Þegar við erum
komin yfir þessi fjöll, er skamt heim.
Mér varð starsýnt á þessi hrikalegu og skuggalegu fjöll.
Klukkustundum saman ókum við upp bratta krákustígu upp í
svimandi hæðir. Grýtt öræfin lágu framundan. Það var ekki
að sjá, að nokkur maður hefði stigið þar fæti sínum áður.
Mér fanst ferðalagið líkast martröð.
❖ *
*
Eftir langa ferð náðum við loks Kaiber-skarðinu, en þar
er landamæravörður Englendinga í Indlandi. Asim rétti verð-
inum vegabréfið.
— Og vegabréf konunnar?
— Hún er eiginkona mín. Vegabréf mitt gildir fyrir
okkur bæði.
Vörðurinn gekk í burtu. Þegar hann kom aftur, var yfh'
maður hans með honum. Þeir ætluðu ekki að trúa því, að ég
væri afgönsk og eiginkona Asims, óttuðust víst að mér hefði
verið rænt. Eg gaf þá skýringu, að ég færi af fúsum og frjáls-
um vilja til Afganistan og væri lögleg eiginkona Asims. En
það kom fyrir ekki, þeir ætluðu ekki að fást til að trúa mér.
Langur tími fór í að þjarka um þetta. Loks létu verð-
irnir undan.
Þegar yfirmaðurinn á landamærastöðinni rétti mér höndina
til kveðju sagði hann alvarlegur:
— Eg óska yður til hamingju, frú mín, því nú hafið þér
sannarlega þörf fyrir hamingju — og hugrekki! Verið þér
sælar, frú!
Vegsláin opnaðist. Við vorum komin á afganska grundu!
[í næsta þaetti segir frá móttökunum í Afganistan, hinum óvæntu a*'
burðum þar og siðum þeim og háttum, sem frú Nilsson kyntist í höfuð-
borg Afgana].