Eimreiðin - 01.04.1929, Page 98
186
NOKKUR ORÐ UM NIETZSCHE
EIMREIÐIIí
kvæmt kenningu Nietzsches það, að forganga, svo að ofur-
mennið megi fæðast. Vegna ástarinnar á hinu fjarlægasta,
ofurmenninu, er það skylda, að hlífa ekki hinu næsta, náung-
anum. Maður á ekki að elska land feðra sinna, heldur land
barna sinna. Maðurinn á að vilja, því að viljinn endurleysir,
og að vilja er að skapa, skapa ný verðmæti, nýjan aðal, —
ekki aðal, sem verður seldur eða keyptur fyrir gull eða kon-
ungahylli eða er fenginn að erfðum, heldur aðal andans, sem
er fyrir handan það, sem nú er kallað gott og ilt, eins og
lífið er sjálft, og skapar sjálfum sér nýjar hugmyndir um gott
og ilt. Maðurinn, eins og hann er nú, er brú yfir til hins
ókomna og fær við það gildi sitt: Der Mensch ist etwas, was
úberwunden werden soll. Sérhver sál er einmana, — sérhver
önnur sál er henni sem annar heimur (einnig norræn hugsun).
Það má með sanni segja, að hugsanir Nietzsches séu upp-
reisn germansks eða norræns anda gegn austrænum áhrifum
og uppreisn sjúklings gegn öllu, sem hann telur sjúkdóm.
Það skýrir margt í þeim, t. d. það, hvaða eiginleika hann vill
láta menn rækta hjá sér. Það er t. d. sannleiksást, hreinleikur,
dugur og harka, en hann hatar alt, sem er lítilfjörlegt oS
lágt, og á meðal þess telur hann meðaumkun og guðsótta.
Sést þar stolt sjúklingsins, sem vill ekki láta aumkva sig, en
þess verður jafnan að gæta, þegar um Nietzsche er rætt, að
hann var sjúklingur og einatt sár-þjáður. Hann mun og hafa
veitt því eftirtekt, að í það, sem kallað er meðaumkun, bland-
ast oft og einatt óþörf hnýsni og ónærgætni.
Það er ennfremur einkenni norræns anda, að Nietzsche
játar örlögunum algerlega, jarðlífinu með öllum þjáningum
þess og allri grimd þess. En útsýn til annars lífs hefur hann
enga, og á guð trúir hann ekki, — hann spyr sjálfan siS-
hvernig hann gæti afborið það, að vera ekki guð, ef guð vær*
til, — og þess vegna verður ofurmennið honum hið æðsta. En
þótt hann játi jarðlífinu, er hann ekki ánægður með mennina-
Honum finst þeir vera smáir og hálfir, dygðir þeirra litlar oS
lestirnir líka litlir. Og sömu útreið fær hjá honum þjóðfélagið-
Hugsun hans er jafn-norræn fyrir því; sjá annars greinina um ,. Nor'
ræna sál" í Eimreiðinni 1925.