Eimreiðin - 01.04.1929, Side 100
>88
NOKKUR ORÐ UM NIETZSCHE
EIMREIDIN
hugun á lífsskoðun og boðskap höfundarins, og skal ekki
farið frekara út í þá sálma hér. —
En hefur hún nú hepnast, — þessi uppreisn norræns anda,
anda Ásatrúarinnar, gegn austrænum kærleiks- og með-
aumkunarkenningum? Nei, hún mistókst. Að vísu snart hún
strengi, sem óma djúpt í sál hvers norræns manns, en hún
mistókst fyrir þá sök, að hún gerði ekki ráð fyrir öllum kunn-
um staðreyndum, t. d. staðreynd annars lífs, sem skapar lengri
og víðari útsýn en nokkur jarðnesk þróun getur veitt. Og
tákn um þetta hrap, þegar flogið skyldi mót sólu, — um það,
hve hættulegt það er, að virða staðreyndir að vettugi, — er
sorgarsaga Nietzsches sjálfs. Hann ætlar kvenfólkinu að vera
leikfang eða hressing fyrir karlmennina og lætur gamla konu
áminna Zaraþústra um að gleyma ekki svipunni, þegar hann
fari til kvenfólksins. En sjálfur varð hann hjálparlaus aum-
ingi, sem átti alt undir ást og ræktarsemi systur sinnar, sem
sýndi það með göfuglyndi sínu og óeigingirni, að kvenfólk-
inu er annað og meira ætlað, en að vera aðeins leikfang
karlmannanna. —
Eg hef ekki rætt um skáldskapinn í »Also sprach Zara-
thustra«, um hinn leikandi stíl, háu hrifningu og djúpu til-
finningar fyrir náttúrunni, sem þar kemur fram. Sem dæmi
má nefna Næturljóðið, Fyrir sólarupprás, Annað danzljóðið
o. fl. Bókin er skrifuð á undra-skömmum tíma, og víða ber
hún þess merki, að hún er undirvitundarstarf og runnin úr
djúpum brunnum skáldlistarinnar; sem dæmi má nefna það,
hve mikið er þar um rím, að því er virðist einatt að óþörfu,
en ósjálfrátt, eins og skáldum er eiginlegt. —
Örninn og höggormurinn voru dýr Zaraþústra. En dirfsku
arnarins fataðist flugið, og vizka höggormsins fann ekki veg'
inn. Það er sorgarsaga allrar mannlegrar viðleitni. En hugS'
unin er sú, að örninn flýgur jafnan upp aftur og ormurin11
leitar að nýju. Og vonin ljómar yfir hverju nýju flugi °S
hverri nýrri leit. Jakob Jóh. Smári.