Eimreiðin - 01.04.1929, Side 106
194
RITSJÁ
EIMREIÐII'"
ás( sína þangaÖ, sem fegurst er og friðsælast. Þar skiftist á vor og haust,
og svipur nátfúrunnar fer jafnan eftir því, hvernig á skáldinu liggur.
Um kvöld runnu hjarðir í hlíðum
og hjallana leitandi klifu.
Um sveitina vorhlýir vindar
með vonir í fanginu svifu.
Við heiðarbrún syngjandi svanur
flaug suður í bláfjallageim.
í grasbrekku sátum við saman
við sólskin og vatna-hreim.
Flestum mun koma saman um, að hér sé fallega kveðið. I þessum flokki
eru ýms einkennileg og minnisstaeð kvæði, eins og t. d. Ain niðar, en
hér ber yfirleitt of mikið á náttúrulýsingum. Höf. sópar þeim að sér úr
öllum áttum og ætlar manni tíðum að lesa milli línanna það sem er
mergurinn málsins. Þetta hepnast honum að vísu oft, en ekki mun vanda-
laust að yrkja í slíku formi svo að almenningi verði að notum.
Það, sem meðal annars einkennir Ijóð Sigurjóns og gefur þeim sér-
stöðu í íslenzkum bókmentum, er hin djúpa viðkvæmni og tregi, sem
skapar undirspil og eftirhljóm í öllum fjölda þeirra. Hann sér ekki með
augum trúarinnar gegnum alla eilífð, og hefur því ekki hlotnast sú nægju-
semi, sem því er samfara. Hann er oftast efasemdamaður, sem stöðugt
leitar og spyr. En sjá má það af ljóðum höf. frá síðustu árum, að „ást
á Iífsins stærð og dýrð“ hefur gert hann með aldrinum bjartsýnni um
afdrif og framhald þess lífs, sem vér lifum. Þessi ferill skáldsins verður
glögt rakinn f kvæði því, sem heitir Við gluggann.
Eg sat við gluggann, er sólin hné
og sumarið var á förum.
Ég fann í huga mér lifna ljóð
og líða' út í geim af vörum,
eitt efnissmátt saknaðarkveðju kyak
— og kletturinn varð fyrir svörum.
En löngu seinna, er leið á dag
og á lundinum kvöldsól glóði
■ og angan rósar með blævi barst
og bylgjur af tónaflóði
— þá fann ég aftur hinn forna söng,
og fann hann í nýju Ijóði.