Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1929, Side 106

Eimreiðin - 01.04.1929, Side 106
194 RITSJÁ EIMREIÐII'" ás( sína þangaÖ, sem fegurst er og friðsælast. Þar skiftist á vor og haust, og svipur nátfúrunnar fer jafnan eftir því, hvernig á skáldinu liggur. Um kvöld runnu hjarðir í hlíðum og hjallana leitandi klifu. Um sveitina vorhlýir vindar með vonir í fanginu svifu. Við heiðarbrún syngjandi svanur flaug suður í bláfjallageim. í grasbrekku sátum við saman við sólskin og vatna-hreim. Flestum mun koma saman um, að hér sé fallega kveðið. I þessum flokki eru ýms einkennileg og minnisstaeð kvæði, eins og t. d. Ain niðar, en hér ber yfirleitt of mikið á náttúrulýsingum. Höf. sópar þeim að sér úr öllum áttum og ætlar manni tíðum að lesa milli línanna það sem er mergurinn málsins. Þetta hepnast honum að vísu oft, en ekki mun vanda- laust að yrkja í slíku formi svo að almenningi verði að notum. Það, sem meðal annars einkennir Ijóð Sigurjóns og gefur þeim sér- stöðu í íslenzkum bókmentum, er hin djúpa viðkvæmni og tregi, sem skapar undirspil og eftirhljóm í öllum fjölda þeirra. Hann sér ekki með augum trúarinnar gegnum alla eilífð, og hefur því ekki hlotnast sú nægju- semi, sem því er samfara. Hann er oftast efasemdamaður, sem stöðugt leitar og spyr. En sjá má það af ljóðum höf. frá síðustu árum, að „ást á Iífsins stærð og dýrð“ hefur gert hann með aldrinum bjartsýnni um afdrif og framhald þess lífs, sem vér lifum. Þessi ferill skáldsins verður glögt rakinn f kvæði því, sem heitir Við gluggann. Eg sat við gluggann, er sólin hné og sumarið var á förum. Ég fann í huga mér lifna ljóð og líða' út í geim af vörum, eitt efnissmátt saknaðarkveðju kyak — og kletturinn varð fyrir svörum. En löngu seinna, er leið á dag og á lundinum kvöldsól glóði ■ og angan rósar með blævi barst og bylgjur af tónaflóði — þá fann ég aftur hinn forna söng, og fann hann í nýju Ijóði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.