Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 40

Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 40
390 HRÍMSKÓGUR EIMREIÐIN Það er íslenzki smaladrengurinn, sem grætur nekt móður sinnar.... Skyndilega birtir fyrir augum. Skógarveggurinn víkur og hverfur. Fram undan opnast allstórt skóglaust svæði, með klettaþrepum upp eftir hlíðinni. Þar hefur barrskógurinn verið höggvinn síðustu árin. Stúfarnir standa eftir hingað og þangað upp úr snjónum. En meðfram járnbrautinni, báðu megin við akveginn, er allstór birkilundur. Trén eru há og beinvaxin, börkurinn silfurhvítur með dökkum blettum. Snjó hefur eigi fest á greinunum, en þær leiftra og loga í einkennilega dá- samlegum töfraljóma, um leið og eimlestin brunar fram hjá, og stafnljósið varpar þjótandi bjarma yfir lundinn. — Dásam- legur æfintýraheimur hafði opnast mér, en horfið jafnskjótt aftur í rökkurblámann. Eimlestin blístraði fyrir varðstöð í skóginum. Þar átti að nema staðar sem allra snöggvast. Alveg ósjálfrátt reis ég upp og gekk út á pallinn á milli vagnanna. Og um leið og lestin stöðvaðist, var ég kominn niður á stéttina og farinn á stað í áttina til birkilundarins. Það var örstutt. En ég var hvorki að hugsa um vegalengd né líðandi stund. Hugur minn drógst ómótstæðilega í ákveðna átt að vissu marki, sem mér var þó alls eigi Ijóst, hvað var. Allt í einu birti fram undan á milli furutrjánna. Fult tunglið sigldi upp á himininn að skógarbaki. Ég var kominn út úr barr- skóginum, og birkilundurinn blasti við mér í tunglskinsflóðinu. Guð minn góður! Hvílík dýrð! Hjartað stöðvaðist sem snöggvast í brjósti mínu, en brauzt síðan á stað aftur með þvílíku afli, að mér lá við köfnun. Hvílík dýrð! Hrímskógur! Hver grein birkitrjánna er loðin af þúsundum hrímnála. 09 hver hrímnál er guðdómlegt listaverk, dásamlegasta víravirki, ofið úr miljónum ískristalla. Hver kristall er örlítið leiftr- andi blys. Og nú kveikir tunglið öll þessi blys — miljónir miljóna! Greinar trjánna titra í frostkyrðinni. Það er eins og straumur tunglsgeislanna beri þær undurhægt. Kristallarnir leiftra, og glóa í óumræðilega hárfínum ljósbrigðum. Og silfurskær ómur, saman ofinn af frost-tindrandi-tærum, yfirjarðneskum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.