Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 11
EIM R EIÐIN
Október—dezember 1934 - XL. ár, 4. hefti
Einar Benediktsson, sjötugur.
i.
Það kann að vera, að engin fullnægjandi vísindaleg rök
séu fyrir því, að í heiminn fæðist öðru hvoru menn, sem
sameini til fullnustu í útliti og anda svip og sögu lands síns
°2 þjóðar. En eigi að síður virðist þetta svo stundum, að því
er til skáldanna kemur. Það er eins og landið, þjóð þess og
saga, holdgist í afburðaskáldum sínum. Hver getur hugsað
sér Björnson án Noregs eða Gorki án Rússlands? Sjálft
Yfirbragð Noregs var rist í svip Björnsons, og rússnesk
bjóðarsál endurspeglast ekki aðeins í verkum Gorkis, heldur
°9 í sjálfu útliti hans. Og þótt ef til vill sé ekki fundinn
fieinn sérstakur klettur hér á Iandi, með svip Einars Bene-
^•ktssonar, eins og kletturinn í Guðbrandsdal með svip Björn-
s°ns, þá er eins og yfirbragð íslands sé markað í andlits-
dráttum þessa höfuðskálds, ef nógu vel er að gáð. í svip
Einars Benediktssonar má kenna sjálft landið, landið undir
kraunstorku eldfjallanna, þar sem hitaólgan hamast í djúpun-
Um, landið með fjöll sín, jökla, hamra, heiðar og vötn, vog-
skornar strendurnar og dalina djúpu. Og með skáldskap sín-
hefur hann túlkað þetta land, sögu þess, tungu og þjóð-
lna, sem það byggir, af meiri gerhygli, vandvirkni og með
^neiri krafti en nokkurt annað ljóðskáld, sem nú er uppi á
Islandi.
Eg kyntist honum fyrst í glöðum hópi ungra stúdenta fyrir
fnttugu árum. Hann kom með gust frá fjarlægum löndum og
Þióðum inn í salinn og las upp kvæði sín. Fyrirmannlegur og
t’sinn, með ægishjálm í augum, sté hann fram og flutti
*nælskuþrungna árnaðarkveðju til fósturjarðarinnar, svo að öll-
22