Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 38
364 NAPÓLEON BÓNAPARTE eimreiðim og peysa, ásamt gömlum tréskóm, til þess hann kaemi ekki nakinn til útlanda. Og áður en skipið lagði til hafnar, skutu þeir saman fáeinum krónum til þess að gefa Jóni Guðmunds- syni, svo hann gæti lagt undir sig heiminn. 4. Svo ber það við einu sinni sem oftar, þetta hefur líklega verið um aldamótin, að kona frá Hofi á Jökulsárdal er að mjöltum á stöðli að morgunlagi síðsumars, því þá voru frá- færur enn mjög algengar, þótt þær legðust niður síðar. Þessi dalur liggur eins og allir vita, upp að öræfum Austur- landsins. Það segir í fornum ritum, að upp héðan frá prests- setrinu hafi Jöklavegur legið, sú leið sem liggur fyrir norðan Vatnajökul, milli Jökulsins og Odáðahrauns, og síðan til bygða á Suðurlandi austanvert. Þá voru hagar um þessar leiðir, en eru nú blásnir. Nú hefur leiðin ekki verið farin í mörg hundruð ár, það er viku ferð á öræfum milli bygða, ég hef að eir.s heyrt um einn útlendan sérvitring, sem hefur farið þessa leið, honum ku hafa verið sama, hvort hann lifði eða dó, hann fór þetta á einum hesti, og á næturnar þegar hann svaf, þá batt hann sjálfan sig við annan framfótinn á hestin- um. Og hann tók með sér hlaðna skammbyssu til að skjóta bæði sig og hestinn, ef með þyrfti. Það er mjög vondur vegur- Og svo byrjar hundurinn að gelta, og konan bregður hönd fyrir augu, og þá sér hún ekki befur en það komi maður ofan úr fjallinu. Hún horfði á þetta um stund dálítið undr- andi, enginn átti von á neinum úr þessari átt. Það var 1 rauninni of mikið sagt, að það væri gangandi maður, Þa^ var maður, sem velti sér og skreið. Hundurinn gelti óður a stöðlinum. Maðurinn fór mjög hægt. Svo var hann kominn heim á grundina, en hann gerði ekki tilraun að standa upP- hann skreið heim á stöðulinn. Hann reis ekki upp fyr en við kvíagrindurnar; þá reis hann upp, lagðist fram á grindina. laut yfir hinn jórtrandi ásauð og leit á konuna. Og konan horfði óttaslegin á þennan gest. Hann var berfættur í 9aU^ rifnum druslum, moldugur, blóðugur á höndum og fótum- höfuðfatslaus, úfinn, með dökkan skegghýjung og skorpnaðar varir, það var mikið rautt í hinum dökku óhrjálegu augum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.