Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 102
428
Á DÆLAMVRUM
EIMREIÐIN
of heitt fyrir mig. En nú er sól gengin til vesturs og líhð
eitt, tekið að svalna í Iofti.
Ég geng létt og hratt. Hvílík nautn að vera ungur og
hraustur! Skógurinn er fremur gisinn hér efra og farinn ap
lækka talsvert í lofti. Svo taka við heiðadrögin upp undir
Smjörhlíðar, og nú kemur dalverpið, og hlíðin græn og grösuS
blasir við mér. ]á, sannarlega; hér drýpur smjör af hver)U
strái! Það er ekki furða, þótt kýr og geitur mjólki vel a
þessum slóðum.
Nú sé ég selin. Þau liggja í röð undir hlíðinni að norðan-
verðu, átta talsins, og er stutt á milli þeirra. Þessi sel eru
miklu stærri og reisulegri heldur en selin, sem ég hef kynst
á Vesturlandi og víðar. En að útliti eru þau lík. Torfþak.
gráir veggir ómálaðir, veðurbarðir og sólbrunnir eins og gömut
andlit. Selin hérna minna helzt á litla sveitabæi í fjallasveit-
Umhverfis hvert sel er dálítið tún vel girt, og flest meo
skíðgarði.
Búpeningurinn kemur rásandi innan úr daladrögunum. "j
Smalar hóa, hundar gelta. Baul, geitajarmur og bjölluhringl
kveður við í kvöldkyrðinni. Á dyrahellunni í einu selinu
stendur hávaxin stúlka í hvítri upphlutsskyrtu og »hjalar«|)-
Hún syngur og trallar í óslítinni runu saman tvinnaða þulu.
sem nöfn allra kúnna hennar og geitanna eru fléttuð inn >•
Það er hvorki söngur né trall, en þó hvorttveggja í senn-
Rödd hennar stígur og hnígur í voldugum bylgjum — bað
er sjálf fjallnáttúran í tónum — og deyr svo út í löngu óm-
þýðu bergmáli frá holtum og hömrum.
»-----Komið nú, komið nú — allar kýrnar mínar! — Komið nU
. . . . ú! Skjalda, Gláma, Gríma, Hrefna, Dimma og DropIaj
Búbót og Branda, Búkolla gamla, Fríðeyg og Fagurró . • • s'
Huppa, Hyrna, Hjálma, Snotra, Rauðsíða og Randalín, "
Randa . . lí . . . n! Og lati boli langt á eftir! . . . .«
Bjöllukýrin lyftir höfði og svarar með löngu bauli og tekjjr
á rás. Hún veit, að hún muni koma fyrst allra að salt'
hellunni og fá sína saltlúku ósvikið. Bjöllugeitin tekur líka a
rás og slær aftur undan sér eins og hestur. En stóri S®1.'
hafurinn dillar á eftir í miðjum geitahópnum og ber höfuði
hátt. Það er langt fyrir neðan hans virðingu að fara a
kapphlaupa við geitar-fáluna — þó að salthnefi sé í boði! "
Það fær nú hann — hvort sem er! — — [Niðurl. næs'•
1) Það er kallað að ,,/a/a, lillja, hauka, !okka“ o. s. frv. þega‘.,fem
konur kalla búpening sinn á þenna hátt. Er þetta algengt með ól u
fjallabúum. Þetta seljatvall er nú að verða algengt í listsöng kvenna-
not-