Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 108
434
RITSJÁ
EIMREIÐIN
oss í greinilegum myndum, löguðum fyrir núfíðarsmeÉk, merka kafla úr
sögu vorri, túlkaða með samúð og skilningi. Það er verk, sem vér Is-
lendingar fáum honum seint full-þakkað. Jakob Jóh. Smári.
Jóhannes úr Kötlum: OQ BJÖRGIN KLOFNUÐU. Saga. Akureyri
1934 (Þorst. M. Jónsson). — Saga þessi Iýsir þróun fátæks ungs manns
í sveit, gegn um einyrkja-búskap og basl, unz hann er orðinn verka-
maður í Reykjavík og kommúnisti. Upphaflega er hann bjartsýnn og
draumhuga sveitapiltur, en í sögulok, og jafnvel fyr, er hann orðinn böl-
sýnn og vonsvikinn, en grípur í hálmstrá kommúnismans til þess að forða
sér frá aigerðri örvæntingu, og þó er hann inst inni enn þá næsta
„borgaralegur", eins og sést bezt á afstöðu hans til drengsins, sem a
að heita sonur hans, en er það ekki. En draumhuginn er orðinn kaldur
og ruddalegur „veruleika-sinni", en veruleikinn er í hans augum aðalles2
hið ljóta í tilverunni.
Sagan er lipurlega sögð, og þessi þróun er sjálfsagt bæði möguleS
og jafnvel nokkuð algeng. En galli finst mér það vera á bókinni, a^
minsta kosti út frá kommúnistisku sjónarmiði, að það eru ekki hmar
hugrænu aðstæður, sem mest ber á í þróun Hauks Grímssonar, helduf
sú tilviljun, að konan hans drýgir hór með bezta vini hans. Þróun hans
fær þvf á sig blæ tilviljunarinnar, í stað þess að vera nauðsyn.
Jóhannes úr Kötlum virðist hafa verið trúmaður, en er nú gengmn
af trúnni, og virðist nú hafa sérstaka ánægju af að hæða það, sem hon-
um hefur helgast verið. Það gerir náttúrlega guði almáttugum ekkert til,
þó að hnýtt sé í hann eða hæðst að honum, en það ber ekki góðan
vitnisburð um smekkvísi Jóhannesar. Það gerir heldur ekki svo mikið tH»
þó að maður trúi ekki á guð, ef maður sér eitth'vað gott og fagurt >
tilverunni, sem vert sé að fórna sér fyrir. Maður sagði mér einu sinnu
að útlendur kommúnisti hefði sagt við sig: „Eg get ekki varið kommun-
ismann fræðilega, en ég get annað, — ég get dáið fyrir hann“. Þetta er
það hugarfar, sem gerir hverja hreyfingu sterka, — aö fylgismenn hennar
sjái einhverja stjörnu blika, sem þeir vilja fylgja, jafnvel út í dauðann-
En ef öll tilveran er blindur, skítugur eltingaleikur við eintóman he
góma, þá er ekkert til að verða hrifinn af, — enginn vill deyja til heiðurS
eintómum skít. En Jóhannes úr Kötlum virðist í þessari sögu sinni ser
staklega koma auga á, hvað öll tilveran sé skítug og mannlífið aumt oS
vesælt. Hann vantar [ekki aðeins trúna á guð, — hann vantar líka ,r“
kommúnistans á það, að eitthvað sé til, sem vert sé að deyja fyrir, Þ°
að sú trú kunni að vera órökrétt út frá hans eigin forsendum.
Jóhannes heldur mikið upp á lýsingarorðið ))hrár“, og það er einm^
það, sem bók hans er, — hún er „hrá“ og hefði haft gott af þvl 3
soðna dálítið við eld hugsjónanna, jafnvel hugsjóna kommúnismans.
Jóhannes skrifar eðlilegan og léttan slíl og hefur all-mikla frásagn31^
gáfu, en hann gerir sér óþarflega mikið far um að vera ruddalegur
orðbragði og virðist stundum jafnvel neyða sjálfan sig til þess að '■’er