Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 40
366
NAPÓLEON BÓNAPARTE
EIMREIÐIN
aður til að geta staðið uppréttur, og hann var ófáanlegur til
að skríða lengra en í lambakofann í túnjaðrinum. Þangað
varð að flytja honum næringu. Hann tók mjög lítið til sín í
fyrstu og svaf í lambakofanum um nóttina, það var búið um
hann í garðinum. En innan skamms fékk hann gíruga matar-
lyst. Og á þriðja degi fékk hann hrífu hjá prestinum og sekk
þegjandi á teiginn til fólksins. Vinnufólkinu þótti ákaflega
mikil tilbreyting í því að fá Napóleon keisara á teiginn og
vildi fegið hafa nánari spurnir af endurreisn kristindómsins >
Danmörku, ásamt afmáningu Tyrkjans af voru jarðhveli. En
gesturinn settist steinsnar frá öðru fólki við máltíðar og sneri
baki við öllum, svaraði ekki nærgöngulum spurningum, og
það var eitthvað í augum hans eins og hjá hrektu dýri, sem
getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Gamli presturinn skip-
aði öllum að vera kurteisir við Napóleon Bónaparte. Hann
sagði að Napóleon Bónaparte væri óhamingjusamur maður.
Og það var í rauninni enginn vondur við Napóleon Bóna-
parte. Sér til hægri verka kölluðu menn hann Bóna. Bóni
gerði engum mein. Hann yrti aldrei á neinn að fyrra bragði-
Hann skammaði ekki einu sinni hundinn. Það var ekki hægf
að hugsa sér óáreitnari mann en þennan forna herkonung.
Hann puðaði með sínu amboði, án þess nokkur hefði skipað
honum fyrir verkum, og gerði alt vel og skynsamlega. En
hann vildi aldrei ganga í bæinn. Maddaman lét gefa honum
klæði og skæði.
Eftir að heyönnum létti, reyndist hann hinn mesti þarfa-
þrifill á heimili. Hann dyttaði að biluðum hlutum, lók týnda
hluti til handargagns, hélt hreinu kringum bæinn, hjálpaði til
í fjósi. Þegar vetur fór að, varð hann af sjálfu sér fjósa-
maður á prestsetrinu. Hann vann að öllu með jafnaðargeði
og stillingu, svo fremi að hann fengi að gera það af eig>’n
hvötum. Aftur á móti þoldi hann ekki að sér væri skipað
fyrir verkum, ekki heldur að fundið væri að hjá sér. Þá varð
hann undarlegur og fór að blása og fussa, unz hann stökk
framan í þann, sem átti hlut að máli, og hrein:
— Eg er Napóleon Bónaparte.
Hann réðst einu sinni á einn vinnumanninn prestsins, sern
vildi skipa honum fyrir verkum. Þá bannaði presturinn öllum