Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 40

Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 40
366 NAPÓLEON BÓNAPARTE EIMREIÐIN aður til að geta staðið uppréttur, og hann var ófáanlegur til að skríða lengra en í lambakofann í túnjaðrinum. Þangað varð að flytja honum næringu. Hann tók mjög lítið til sín í fyrstu og svaf í lambakofanum um nóttina, það var búið um hann í garðinum. En innan skamms fékk hann gíruga matar- lyst. Og á þriðja degi fékk hann hrífu hjá prestinum og sekk þegjandi á teiginn til fólksins. Vinnufólkinu þótti ákaflega mikil tilbreyting í því að fá Napóleon keisara á teiginn og vildi fegið hafa nánari spurnir af endurreisn kristindómsins > Danmörku, ásamt afmáningu Tyrkjans af voru jarðhveli. En gesturinn settist steinsnar frá öðru fólki við máltíðar og sneri baki við öllum, svaraði ekki nærgöngulum spurningum, og það var eitthvað í augum hans eins og hjá hrektu dýri, sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Gamli presturinn skip- aði öllum að vera kurteisir við Napóleon Bónaparte. Hann sagði að Napóleon Bónaparte væri óhamingjusamur maður. Og það var í rauninni enginn vondur við Napóleon Bóna- parte. Sér til hægri verka kölluðu menn hann Bóna. Bóni gerði engum mein. Hann yrti aldrei á neinn að fyrra bragði- Hann skammaði ekki einu sinni hundinn. Það var ekki hægf að hugsa sér óáreitnari mann en þennan forna herkonung. Hann puðaði með sínu amboði, án þess nokkur hefði skipað honum fyrir verkum, og gerði alt vel og skynsamlega. En hann vildi aldrei ganga í bæinn. Maddaman lét gefa honum klæði og skæði. Eftir að heyönnum létti, reyndist hann hinn mesti þarfa- þrifill á heimili. Hann dyttaði að biluðum hlutum, lók týnda hluti til handargagns, hélt hreinu kringum bæinn, hjálpaði til í fjósi. Þegar vetur fór að, varð hann af sjálfu sér fjósa- maður á prestsetrinu. Hann vann að öllu með jafnaðargeði og stillingu, svo fremi að hann fengi að gera það af eig>’n hvötum. Aftur á móti þoldi hann ekki að sér væri skipað fyrir verkum, ekki heldur að fundið væri að hjá sér. Þá varð hann undarlegur og fór að blása og fussa, unz hann stökk framan í þann, sem átti hlut að máli, og hrein: — Eg er Napóleon Bónaparte. Hann réðst einu sinni á einn vinnumanninn prestsins, sern vildi skipa honum fyrir verkum. Þá bannaði presturinn öllum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.