Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 38
364
NAPÓLEON BÓNAPARTE
eimreiðim
og peysa, ásamt gömlum tréskóm, til þess hann kaemi ekki
nakinn til útlanda. Og áður en skipið lagði til hafnar, skutu
þeir saman fáeinum krónum til þess að gefa Jóni Guðmunds-
syni, svo hann gæti lagt undir sig heiminn.
4.
Svo ber það við einu sinni sem oftar, þetta hefur líklega
verið um aldamótin, að kona frá Hofi á Jökulsárdal er að
mjöltum á stöðli að morgunlagi síðsumars, því þá voru frá-
færur enn mjög algengar, þótt þær legðust niður síðar.
Þessi dalur liggur eins og allir vita, upp að öræfum Austur-
landsins. Það segir í fornum ritum, að upp héðan frá prests-
setrinu hafi Jöklavegur legið, sú leið sem liggur fyrir norðan
Vatnajökul, milli Jökulsins og Odáðahrauns, og síðan til bygða
á Suðurlandi austanvert. Þá voru hagar um þessar leiðir, en
eru nú blásnir. Nú hefur leiðin ekki verið farin í mörg
hundruð ár, það er viku ferð á öræfum milli bygða, ég hef
að eir.s heyrt um einn útlendan sérvitring, sem hefur farið
þessa leið, honum ku hafa verið sama, hvort hann lifði eða
dó, hann fór þetta á einum hesti, og á næturnar þegar hann
svaf, þá batt hann sjálfan sig við annan framfótinn á hestin-
um. Og hann tók með sér hlaðna skammbyssu til að skjóta
bæði sig og hestinn, ef með þyrfti. Það er mjög vondur vegur-
Og svo byrjar hundurinn að gelta, og konan bregður hönd
fyrir augu, og þá sér hún ekki befur en það komi maður
ofan úr fjallinu. Hún horfði á þetta um stund dálítið undr-
andi, enginn átti von á neinum úr þessari átt. Það var 1
rauninni of mikið sagt, að það væri gangandi maður, Þa^
var maður, sem velti sér og skreið. Hundurinn gelti óður a
stöðlinum. Maðurinn fór mjög hægt. Svo var hann kominn
heim á grundina, en hann gerði ekki tilraun að standa upP-
hann skreið heim á stöðulinn. Hann reis ekki upp fyr en
við kvíagrindurnar; þá reis hann upp, lagðist fram á grindina.
laut yfir hinn jórtrandi ásauð og leit á konuna. Og konan
horfði óttaslegin á þennan gest. Hann var berfættur í 9aU^
rifnum druslum, moldugur, blóðugur á höndum og fótum-
höfuðfatslaus, úfinn, með dökkan skegghýjung og skorpnaðar
varir, það var mikið rautt í hinum dökku óhrjálegu augum