Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 14
340
EINAR BENEDIKTSSON, S]OTUGUR
eimreiðin
hefur fengist við kaupsýslu, stjórnmál og ýms önnur störf,
en það eru fyrst og fremst ritstörfin og ljóðagerð hans, sem
lengst munu halda nafni hans á lofti. Fyrsta sögubrotið eftir
Einar Benediktsson í Sunnanfara (árg. 1891, bls. 46—47)
nefnist Kaupamadunnn og er ferðaminning. I sama riti birt-
ast einnig hans fyrstu Ijóð. Fyrsti árgangur Sunnanfara flytur
kafla úr Islandsljóðum hans, ennfremur kvæðin Grettisbæli,
Draumur, Hvarf séra Odds á Miklabæ og Snjáka. Hann
kveður sér hljóðs með þessari vísu (Úr íslandsljóðum):
Þú fólk með eymd í arf!
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins Iinda,
litla þjóð, sem geldur stórra synda.
Reistu í verki viljans merki,
vilji er alt, sem þarf.
Síðar komu öll íslandsljóð hans út í heild (í Kvæði og sögur,
1897), og bera bæði þau og ýms önnur kvæði í því safni
órækan vott um, að hér er óvenjulega mikilhæft skáld á ferð-
inni. Sumar vísurnar úr íslandsljóðum, svo sem »Sjá hin ung-
borna tíð« og «Nú er dagur við ský«, hafa hljómað á vörum
þjóðarinnar í meir en fjórðung aldar, og tæpast hefur Einar
Benediktsson ort í annan tíma betur um tunguna en í þess-
um ógleymanlegu hendingum úr Islandsljóðum:
Eg ann þínum mætti í orði þungu,
ég ann þínum leik í hálfum svörum,
grætandi mál á grátins tungu,
gleðimál í ljúfum kjörum.
Eg elska þig málið undurfríða
og undrandi krýp að lindum þínum.
Eg hlýði á óminn bitra, blíða,
brimhljóð af sálaröldum mínum.
í Sunnanfara 1893 birtust enn tvö kvæði eftir Einar.
Skútahraun og Sumarmorgunn (í Ásbyrgi) og í sama riti
árið eftir Stökur og söngvar. Árið 1895 dvelur skáldið u01
tíma í Lundúnum og sendir Sunnanfara þaðan fjörlega ritað
Lundúnabréf, minnist á ýms mál, sem efst eru á baugi þar 1
borg, svo sem mál Oskars Villimanns og Grikkjasyndina,
sem hann átti að hafa framið — og hlaut typtunarhús fyr'r-
í Sunnanfara 1896 birtist svo kvæðið Norður/jós, eitt af