Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 17
Eimreiðin EINAR BENEDIHTSSON, SJÖTUOUR 343
og býlin hvíla sæl og sumarheit
í sólgljá undir léltum jökulhvarmi.
Hér má sjá íslenzkt yfirbragð á sveit,
við eyðisvæðin há og mikilleit. (Fjallaloft).
Hér er önnur mynd úr kvæðinu Haugaeldur:
Héraðsins ásýnd er hrein og mild,
í háblóma er Iífið á völlum og sléttum,
og úi og grúi af grænum blettum
hjá gráum, sólbrendum klettum.
Náttúran sjálf er hér góð og gild,
sem glitborð, dúkað með himneskri snild,
breiðir sig engið. Alt býðst eftir vild.
Borðið er þakið með sumarsins réttum!
Kvæði eins og / Slútnesi, Lágnættissól (við Grímseyjarsund),
HIjóðaklettar og Bláskógavegur eru sígildar myndir af unaði
°2 dulrænni kyngi íslenzkrar náttúru, eins og hún getur feg-
urst orðið. Tökum til dæmis þessar hendingar úr Lágnættissól:
Á unnar varir eldveig dreypist,
um axlir hæðar skarlat steypist.
Alt logar, skín í himins hyr
og heimsró — sem í Edens lundi.
Hvert daggarblóm vill ilma og anga,
hvert auga dýrðarsvipinn fanga —
en geislakvíslar falla í fljót
og fossaköst á hvelsins barmi.
Nú vefjast saman varmi og bjarmi
sem viöarkróna á einni rót,
þar sjór og himinn saman ganga
um sólskinsnótt á ástamót.
Eða þessa vísu úr kvæðinu Bláskógavegur:
— Hér líður sú fegursta vaka, sem veröld á til.
Vogbárur kveða purpurasandinn í dvala.
En lággeislinn bregður á leik yfir fjarðarhyl
og litast í minni fjarlægra, blánandi dala.
Sólvín í gullskál, sem miklar og máttkar vorn anda!
Málið nær hátt þar sem steinarnir sjálfir tala.
Volduga ljóshöll — sem sáir ilmi og yl
á andvökugesti norðlægra, dýrðlegra stranda.