Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 20
346
EINAR BENEDIKTSSON, SJOTUGUR
eimreiðin
aldrei út fyrir landsfeinana komið. Lestur og nám hefði þar ekki
komið að fullu haldi. Sá, sem aldrei hefði verið kvöld í Róm,
mundi ekki hafa brugðið upp jafn skýrri mynd eins og í upp-
hafi kvæðisins:
Tíber sígur seint og hægt í Ægi,
seint og þungt, með tímans göngulagi.
Loft er kyrt. Ei kvikar grein á baðmi. —
Kvöld með rauðri skikkju og bláum faldi.
Og sá, sem aldrei hefði hlustað á fullkomna hljómsveit,
hefði tæpast getað ort kvæði eins og í Dísarhöll. Að minsfa
kosti ekki áður en kvikmyndir og útvarp komu til sögunnar.
Skáldið hefur sótt fjölda yrkisefna í þau áhrif, sem hann
hefur orðið fyrir á ferðum sínum erlendis. Hann Iýsir háttum
og lífi afkomenda Rómverjanna, kveður um Colosseum í Róm,
kirkjuna í Milano, þar sem »kórinn sveipar bergmál hljóðra
bæna«, Hann kveður um Elínarey, þar sem »svipur Napó'
leons miklu myndar minnir fast á verðlaun dauðans syndar*-
Hann reikar á bökkum Temsár og Signu, hvessir sjónir geSn
glysi heimsborganna og skynjar til fulls sortann á bak við-
Eftir að hafa lýst Lundúnaborg, í kvæðinu Temsá, brugð'ð
upp myndum af þessu »miljónanna díki«, eins og það lítur út
í Ijóshafi kvöldsins, endar kvæðið á þessu erindi:
í fljótsins nið er höfgi af harmi,
sem hver þess dropi væri tár.
Sem andvarp stigi af borgarbarmi
frá bleikri sjón á tærðum armi,
svo Iíður blærinn sorgarsár
í svarta, þögla næturhafið,
þar gervi dags um daprar brár
f djúpið er til morguns grafið.
Og í kvæðinu Signubakkar fær París að næfurlagi þessa
vofeiflegu, en sönnu lýsingu:
— Það blaktir á Ijósunum eins og augum,
er aftekin höfuð lygna.
Sem kólnandi lík með kippi í taugum
kvöldskíman sekkur í móðunnar laugum.
Og nóttin skygnist af skolastraum
eins og skuggi í líflátsfangans draum. —
í andvaralausa urmulsins glaum
til umrótsins nýja líður hin blóðdrukna Signa.