Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 21
EIMREIÐIN EINAR BENEDIKTSSON, SJÖTUQUR
347
Myndauðgi orðanna veldur því, að ein stutt vísa verður
svo fullkomin landafræði í ljóðum, að löng lýsing bætir þar
ekki um. Við Zuydersæ heita þessar hendingar:
Mjúk og sólvörm moldin grær;
málmbjört unnin strandir slær.
Feita landið lóns og áls
litklætt undir sðlu hlær.
Auðnubjarmar blika um skipin,
búin, flæðin, aligripinn —
letra skáldskap lífsins sjálfs
logum gulls í þjóðarsvipinn.
Hver, sem hefur komið til Hollands, undrast hvað höfund-
llium hefur tekist að segja alt sem þarf, í þessum fáu línum.
Sjálfur litur hafsins við strendurnar dylst ekki sjónum hans,
°9 á íslenzku er sennilega ekkert orð til, sem lýsir þessum
Sei>kennilega lit betur en lýsingarorðið málmbjartur, hvort sem
íiturinn nú stafar frá því, að hinar kalkhvítu strendur endur-
Varpi ljósinu og valdi þessari málmbirtu hafsins, eða frá ein-
hverju öðru.
I kvæðinu Tínarsmiðjur hefur skáldið tekið sér fyrir hendur
lýsa tækni og vélabáknum verksmiðjanna í iðnaðarborgum
e,ns og Nýja Kastala (Newcastle-on-Tyne) í Englandi. Kvæðið
k0r það með sér, að höfundur þess hefur sjálfur gengið í vél-
smiðjumar til þess að sjá með eigin augum hamfarir vélanna.
^er gætir hinnar sömu gerhygli eins og í svo mörgum öðr-
Uln kvæðum skáldsins. Aðgát er höfð á smáu og stóru og
engu gleymt, sem að gagni má koma til að skapa heilsteypt
ístaverk. Jafnóskáldlegt fyrirbrigði og sótugar verksmiðjur,
hvæsandi vélar, járn og stál, verða honum
efniviður. Hér er vélaöld vorra tíma lýst í ljós-
Um myndum:
°r9andi 0g
kaerkominn
Qreipar stáls með eimsins orku
el*a, hnoða málmsins storku.
Palla í laðir logaiður
telt sem barnshönd móti vax.
Lyftast hamrar heljartaks,
hrynja járnbjörg sundruð niður,
velta eins og eldhrauns skriður
nndir sleggju, töng og sax.
Rafaeldur, eimur, vöðvar
alt knýr rauðabrunans stöðvar.
Einnar dvel ég undir þaki. —
Allra krafta og handa er neytt.
Flóði stáls í strauma er veitt,
steðjar glúpna af véla blaki.
Eldskjótt undir tröllsins taki
tímans aldaverki er breytf.