Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 23
EIMREIÐIN EINAR BENEDIKTSSON, S]ÖTUGUR 349
Marmarans höll er sem moldarhrúga.
Musteri guÖs eru hjörtun, sem trúa,
þó hafi þau ei yfir höfði þah.
Honum er fullkomlega Ijósf ofurvald hins illa. Kvæðið
Svarti skóli er stórfeld lýsing á máttarvöldum myrkranna,
tar sem þróttur heilans er æfður í þágu tortímingarinnar og
*Hartað gert að andans þjón<. Kvæðið er í raun og veru
a3æt mynd af þeirri hugarstefnu þjóðanna, sem náði hámarki
s'nu og brauzt út í heimsstyrjöldinni miklu, þó að kvæðið sé
0rt nokkru fyrir stríðið. Þegar árangur vitsmuna og vísinda
er tekinn í þjónustu eyðileggingarinnar, en raddir hjartnanna
^ældnar með valdi, þá er heiminum hætt. Það er Svarti skóli
l'fsins, vítið á vorri jörð. Samt sem áður raskast ekki hin
•nikla eining, því
djöfuls afl og engils veldi
eru af sömu máttarlind.
Hann, sem dómur himins feldi,
hefur ljósið gert að eldi
og sitt guðdómseðli að synd;
en i skuggasvipsins dráttum
böls og hels í blökku gátlum
birtist öfug drottins mynd.
En friðþægingarkenning skáldsins leyfir engin undanbrögð.
_ar kemst engin aflátssala að. Hver og einn verður að bera
ábVrSð á lífi sínu og taka út sín laun og sína hegningu, því
®Vo sem maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera. Karma
■fsins er strangt og ósveigjanlegt lögmál. Þess vegna er líka
Salarkvölin út af glötuðu lífi hryllilegri en alt annað. Þetta
efni hefur skáldið túlkað átakanlega í kvæðinu Pundið, sem
er eitt af hans beztu kvæðum, ekki sízt vegna hinna djúpu
J^ðfsetninga milli ytra umhverfis og hinnar innri kvalar, sem
kvæðið lýsir.
^ Það hefur vafalaust verið nokkur vorkunn, þó að mönnum
. ætt11 lýsing Einars Benediktssonar á höfundi lífsins í kvæð-
‘nu Dagurinn mikli allkynlega fyrir sjónir um það leyti sem
Væ°ið kom út, enda reyndist það svo, að hún hneykslaði
!u*a. En það sem skáldið er fyrst og fremst að leggja áherzlu
^ beirri lýsingu er hin »panþeiska« lífsskoðun hans sjálfs:
9uð sé alstaðar og í öllu, smáu sem stóru, en enginn fjar-