Eimreiðin - 01.10.1934, Side 27
eimreiðin
Napóleon Bónaparte.
Eftir Halldór Kiljan Laxness.
Kothagi við Þrymsfjörð, —
á þessum afskekta bæ eru
tvær myndir, og við fjarðar-
mynnið gengur ströndin þver-
hnípt í sjó, þaðan sér langt
til hafs. Það eru tveir þjóð-
höfðingjar: Viktoría drotning
í sínum dýrmætasta skrúða,
þessi kona var borin til hins
fegursta ríkis, og Napóleon
Bónaparte í hvítu vesti,
ógreiddur, með djúpa hrukku
í enninu, kominn af fátæku
fólki í Suðurlöndum, en brauzt
Halldór Kiljan Laxness. til valda af sjálfsdáðum og
lagði undir sig heiminn að
^iklu leyti, en var gripinn höndum af óvinum sínum og
lffði í útlegð síðan, um fjölda mörg ár. Frægar myndir —
tannig brjóta þær sér braut til afskektra bæja norður við
yztu höf, heimsfrægir kóngar, sem allir eru búnir að gleyma
* ^aupstaðnum og á stærri bæjum, hér hanga þeir, meðan
aupstaðirnir og hinir stærri bæir horfa upp til sinna smá-
°nga. Mannkynið þráir að hafa kóng. Og mennirnir þrá að
1.
Verpa kóngar.
^ þessum afskekta bæ undir heiðinni bjó umkomulítil ekkja
þremur börnum sínum. Baðstofan var ekki nema tvö
^afgólf, og löngu farin að skekkjast í upphafi þessarar sögu.
^ 9 ekkjan sagði að baðstofan mundi hanga uppi, þangað til
ann Qvendur og hann Nonni litli væru orðnir stórir. Þeir
“99ia nýja baðstofu í Kothaga við Þrymsfjörð, sagði hún,
en Sigga systir þeirra átti að giftast burt.
23