Eimreiðin - 01.10.1934, Qupperneq 29
EIMREIÐIN
NAPÓLEON BÓNAPARTE
355
um dögum, að maður sæi skip á sjónum. Það voru stundum
lítil skip, sem fluttu litlar vörur milli lítiila hafna. Stundum
fiskiskip með rauðum seglum. Stundum póstgufuskipið. Og
einstöku sinnum var maður svo heppinn að sjá stóru milli-
landaskipin, sem sigla með stórar vörur til stórra þjóða. En
1 dag sá drengurinn eitt skip, sem ekki líktist neinum öðrum
skipum, undraskip. Það var stærra en öll önnur skip; með
fnörgum reykháfum. Það var jafnvel fegurra en skip sálar-
•nnar; og skínandi hvítt. Það skildi eftir reykbólstra eins og
skýhnoðra yfir sléttum sjónum; og brunaði fram. Það glitti
a t>að eins og tröllaukna daggperlu í sólinni, og hann horfði
a eftir því undrandi, unz það hvarf. Svo var það horfið
sjónum.
En það hvarf ekki úr sál hans. Og hann sagði frá því
heima, hvílíkt skip hann hefði séð á sjónum. En hvorki mamma
hans né systkini vildu trúa því, að hann hefði séð slíkt skip
a sjónum. Móðir hans hélt hann hefði dreymt það. Systir
^ans sagði, að það hefði verið fugl. Og eldri bróðir hans
Sasði, að það væru alls ekki til nein þesskonar skip.
Það var ekki fyr en presturinn kom að húsvitja, að dreng-
Ur*nn fékk staðfestingu á því, að slíkt skip hefði í raun og
veru sézt meðfram ströndum landsins. Það var Iystiskip.
Eystiskip ? ]á, á slíkum skipum ferðast kóngar og drotningar
^amandi landa og aðrir tignir menn þjóðanna. Þeir koma frá
b°rsum þjóðanna, þeim borgum sem standa á sólgullnum
sIröndum. Þetta fólk heldur veizlu nótt og dag. Þess lönd
eru veizlulönd, skip þess veizluskip. Þar eru salir úr mahogni,
'skar úr silfri, hnífar úr gulli, hljóðfærasláttur. Presturinn
^eð hnúunum við fúinni skarsúðinni í Kothaga og sagði:
Un stendur ekki mörg árin úr þessu.
~~ Nei, sagði ekkjan. En það er nú heldur ekki langt
ba"2að til drengirnir mínir komast til manns.
,. En ef það skyldi nú stranda á skerjunum hér í fjarðar-
laftinum, sagði drengurinn.
~~ Ha, sagði presturinn.
Stóra lystiskipið, sagði drengurinn. Ef það skyldi stranda.
" Nei, sagði presturinn, það er engin hætta á að þau
nöi, þessi stóru lystiskip, þau sigla svo langt undan landi.