Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 30
356
NAPÓLEON BONAPARTE
eimreiðiN
2.
Upp frá því slokknaði ekki þrá drengsins til fjarlaegra
landa og lífs þeirra í vegsemd, ósk hans um að verða sa
maður, sem yfirvinnur fjarlæg lönd og ríkir yfir þeim. Hann
gerðist óvinur hinna hversdagslegu örlaga, hatursmaður rum-
helginnar og þeirra fjötra, sem hún íhneppir manninn, vinur
þeirra afla, sem gefa mönnum vald yfir heiminum, eins og
konungunum. Hann lifði í draumum, fámáll unglingur, sem
hlustar eftir máli aðkomumanna með eftirvæntingu, eins og
hann vænti þaðan einhverrar lausnar, og starir í þrá eftu
hverjum jóreyk sem fjarlægist. Hann hugsaði í leynum um
stórar óljósar dáðir, en varð æ hysknari við dagleg stðrf*
Hann lærði bæði skrift og reikning hjá prestinum og Se^
innar á tilsettum tíma. Sem nýfermdur unglingur virti hann
enn fyrir sér hið myrka viljaþrek í augum Napóleons °S
bróderingarnar á kápu Viktoríu, en baðstofan í Kothaga var
skakkari með hverju ári. Hann var hvatur í hreyfingum, me
órólegt augnaráð, en óx illa, hann var lítill maður, kúði, °S
grannur að sama skapi. Það kom samt öllum saman um, að Pa
byggi eitthvað í þessum dreng, hann gæti orðið prestur. En hann
sagði, að þótt sér stæði til boða að læra, þá vildi hann e^ '
sjá að verða prestur. Hvað vildi hann þá verða? Það sag
hann ekki neinum.
— Þú veizt það ekki, sögðu jafnaldrar hans.
— Jú, sagði hann. Eg veit hvað ég vil verða. Og eS
verða það. _ ^
— Og ég sem hélt alt af að þú mundir hjálpa mér tu
koma upp nýju baðstofunni, sagði móðir hans. _ ^
— Þú skilur mig ekki, mamma, sagði hann og bjó siS
að kveðja. Hún sat þar slitin og mædd, með svuntuhor
sitt fyrir andlitinu. ^
— Eg verð að fara út í heiminn, mamma, sagði hann-
skal ekki hætta fyr en ég er orðinn mikill maður. Þa ^ (
ég þér tvílyft hús, mamma — kannske höll, bætti hann ^
huganum, því hann vildi ekki lofa of miklu, — og f°r j{
Menn vinna fyrir Iitlu kaupi, hann fyrir minna en
menn. Það þótti lítill pardómur í slíkum draumamanni, °r
skal