Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 42
368
NAPÓLEON BÓNAPARTE
EIMREIÐlN
Ekkert svar.
— Eg er nú giftur henni Siggu, systur þinni, ]ón minn.
Við giftum okkur í hitteðfyrra.
Þá fór Bónaparte að yglast við og byrjaði lítilsháttar
að blása.
— Hún var nú að flytja í hornið til mín, hún móðir þín>
í haust. Og hún bað mig að færa þér þessa vetlinga, með
kveðju sinni. Hann rétti honum dökkleita þelvetlinga með
tveimur þumlum, vel þæfða.
En nú var Napóleon orðinn reiður, og hann rak upp eitt
af þessum óheillavænlegu hljóðum, sem voru vísbending þess,
að nú væri hyggilegra að láta hann í friði. Hann sagðist
heita Napóleon Bónaparte og vera keisari. Hann kannaðisi
ekkert við gest sinn, né fólk það, sem hafði sent hann erinda,
og þótti sér hin versta hneisa gerð með vetlingunum, hann
kastaði þeim út fyrir túngarð og hafði ill orð, bæði um sfö
og gefanda.
Og gesturinn sá sér þann kost vænstan að hafa sig á brott,
og Napóleon Bónaparte fékk aldrei heimsókn eftir það.
5.
Og áfram líða árin. Gamli presturinn dó og var grafmn,
Og brauðinu var slegið upp. Það kom nýr prestur í brauðið-
— Hver ert þú? spurði þessi nýi prestur.
— Eg heiti Napóleon Bónaparte. Eg er keisari.
— ]æja, sagði presturinn. Það var skrítið. Hvernig hefm
þú getað orðið keisari?
— Ég er sonur Napóleons fyrsta Bónaparte og Viktorm
Englandsdrotningar.
— ]æja, sagði nýi presturinn. Hvernig hefur þú komi
hingað til lands?
— Mig rak hér á land, þegar lystiskipið strandaði um arl
sagði Napóleon Bónaparte.
— Ætli þetta sé ekki eitthvað málum blandað, sagði nv1
presturinn með hægð.
Þá fór Napóleon að blása.
— Ég hef, sagði presturinn, heyrt sagt, að þú hafir ein
hvern tíma verið í Danmörku.