Eimreiðin - 01.10.1934, Side 46
372
NAPÓLEON BÓNAPARTE
eimreiðin
áfram, — honum hafði dvalist helzt til langt fram á morgun-
inn. Það var fallegt af yður, prestur góður, að taka á móti
mér, þegar ég kom ofan af fjöllunum, hélt hann áfram. ÉS
hafði ekki bragðað mat lengi. Eg þorði nefnilega ekki annað
en fara bak við Vatnajökul. En nú er ég aftur orðinn hress.
Eg vona, að það sé ekki farið að undrast um mig heima.
Svo lagði hann af stað.
Hann kom á ýmsa bæi á leið sinni, eins og aðrir vegfar-
endur, þáði mat og kaffi og þakkaði hæversklega fyrir sig.
— A hvaða leið ert þú? spurðu menn.
— Eg er á leið heim, sagði hann. Eg lofaði henni móður
minni að gera lítilsháttar fyrir hana, þegar ég kæmi. En mér
hefur dvalist á leiðinni.
— Ert þú ekki Napóleon Bónaparte? sögðu menn.
En hann hristi bara höfuðið og kannaðist ekki lengur við
þetta nafn.
— Varst það ekki þú, sem endurreistir kristindóminn 1
Danmörku? spurðu menn.
— Ha, sagði hann. Kristindóminn — ?
— Já, og gersigraðir Tyrki? sögðu menn.
En hann hristi bara höfuðið skilningslaust.
Síðan hélt hann áfram — heim.
Menn horfðu á eftir honum, hvar hann trítlaði yfir svell'
þaktar mýrar og stefndi norður á heiðar, þessi gamli beina'
beri maður, vetlingalaus, í frosti, við lítið kolluprik, og stendur
að með hríð. Hann lenti í vonda jólaföstubylnum, sem við
munum öll eftir frá því í fyrra vetur, og síðan spurðist ekki
til hans. Hann fanst ekki fyr en í vor, þegar aftur leysti
snjóa. Þá fanst hann norðan í hálsinum við Þrymsfjörð, Þar
sem Kothaga-bærinn stóð endur fyrir löngu.
Svo hafði hann þá loksins komist heim, þessi mikli maður-