Eimreiðin - 01.10.1934, Page 56
eimreiðin
Tvo æfintýn.
Eftir 7- /Wagnús Bjarnason.
I. Ættarfylgjan.
Hinn ungi, eirrauði maður var hár og herðibreiður. Eð
veitti honum í fyrstu mjög litla eftirtekt, því að hann fór >
býtið á hverjum morgni út í skóginn, til þess að veiða dýr
og fugla.
En svo kom stríðið. Og drengirnir mínir hervæddust. Þa
sagði ég við hinn unga, eirrauða mann:
»Ekki vænti ég að þú viljir fara með þeim?«
»Er mikið í húfi?« sagði hann.
»Sjálft frelsi landsins barna«, sagði ég.
Eirrauði maðurinn gekk í herinn og var í sjálfboðaliðs'
fylkingu hinna hvítu manna. Nú tók ég vel eftir honum oS
sagði:
»Hann er kempulegur á velli; og hermanna-búningurinn
fer honum einkar vel».
Hinn ungi, eirrauði maður fór út á orustu-völlinn og barð-
ist í fremstu röð hersveitanna. — Og hann barðist lengi fVrir
frelsi landsins barna. — Hann óð fram í jötunmóð og hlóð
háa valköstu, sýndi dæmafáa hugprýði, fékk mörg sár og stor
og gat sér góðan orðstír fyrir hreysti.
Eg heyrði orðstír hans yfir vopnakliðinn.
»Hann er sönn hetja«, sagði ég; »og komi hann heim
aftur lifandi, verður honum fagnað sem bróður; en falli hann
á vígvellinum, þá verður honum reistur minnisvarði*.
Að stríðinu loknu komu sumir drengjanna minna heim-
Þeir voru mjög veðurteknir. — Hinn eirrauði hermaður koin
líka heim, sigri hrósandi. Hann bar ótal ör á brjósti, hafði
tapað kröftum og var nú nokkuð ljósari á hörund en áður.
Eg tók honum með fögnuði.
»Þú skalt njóta sömu virðingar og hvítu drengirnir ’
sagði ég.