Eimreiðin - 01.10.1934, Qupperneq 57
EIMREIÐIN
TVO ÆFINTYRI
383
»Ég vil bara skemta mér«, sagði hann; »ég vil skemta mér
mínum hvítu bræðrum og systrum, alt til daganna
enda«.
Hann gekk inn í uppljómaðan dans-sal að kvöldi dags.
^ar var fyrir fjöldi ungra kvenna með mjúka arma og svan-
hvíta hálsa. — Þar voru dætur mínar. Hann gekk til einnar
beirra, hneigði sig og sagði:
»Stíg þú með mér dansinn*.
Þá gekk ég fram og sagði við hann:
»Það sæmir ekki«.
»Ég hef þó barist í stríðinu«, sagði hann.
»Samt sæmir það ekki, að hún dansi við þig«, sagði ég.
»Segðu mér þá, af hvaða ástæðu hún má ekki stíga með
^ér dansinn*.
»Af því«, svaraði ég, »af því, að þú ert ekki hvítur
á hörund«.
II. Drengurinn og huldukonan.
Einu sinni var drengur, sem átti heima í hrörlegum kotbæ
v‘ð lítinn læk í þröngum og djúpum dal. Hann var ístöðu-
feiminn og mannfælinn, og var því oft einn sér, horfði
a blómin og hlýddi á lækjarniðinn.
Það var einn dag, þá er hann stóð við lækinn, að huldu-
li°na forkunnarfríð og tiguleg, í hvítum skrúða, kom til hans
°9 söng þýðar og fagrar vísur, sem hann hafði aldrei áður
^eYrt. Og vísurnar voru um saklaus, lítil börn, um blóm og
^u9la, um sumarið og sólskinið. Og drengurinn lærði allar
V|surnar og fór til föður síns og lét hann heyra þær.
»Hver kendi þér þessar vísur?« spurði faðir hans.
»Huldukonan góða söng þær fyrir mig«. svaraði drengurinn.
»Hvaða þvaður er þetta!« sagði faðir hans. »Þig hefur
oara dreymt þetta. Og þessar vísur eru eintómt rugl og barna-
alal- Láttu engan heyra þær«.
Þá varð drengurinn hljóður og niðurlútur; og honum var
Pangt um andardrátt. En hann gleymdi ekki vísunum. Hann
s°n9 Þær, þegar enginn maður var nærri, — söng þær fyrir
sóleyjarnar og sólskríkjuna og litla Iækinn — og vorgolan
l°k undir með honum.