Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 60
eimreiðin
Sál og saga á íslandi og í Arabíu.
Eftir prófessor, dr. phil. J. Östrup.
Mér er í minni, þegar ég var ungur stúdent og kyntist
fyrst á frummálinu skáldskap og sögnum Araba, áður en
Múhammed spámaður kom fram, að mér þá fanst mjög til utn
það, hve þessu svipar til Islendinga sagna. Þessi líking birtist
bæði í augljósum einkennum félagslífsins og í lundarfari og
orðbragði. Hér var menningarsögulegt viðfangsefni, sem ég
oft síðar fékk tilefni til að hugsa um, og fyrir skömmu fékk
ég líka ástæðu til að ræða um það í útvarpserindi. Mér virð-
ist þetta efni nógu merkilegt til þess að taka það á ný $
meðferðar og setja fram á prenti þær niðurstöður, er ég þyk'
ist vera kominn að. Með þessum samanburði fæst sem sé
óvenjulega gott dæmi til stuðnings þeirri meginsetningu menn-
ingarsögunnar, að mennirnir, bæði sem einstaklingar og sem
þjóðfélagslimir, verða að miklu leyti eftir því, hvernig Iandi
og lífskjörum er háttað; þar sem hvorttveggja er eins, verður
félagsskipun manna, hugsunarháttur og orðbragð svipað. Um
samband milli Mið-Arabíu á sjöttu og sjöundu öld og íslands
á söguöldinni getur ekki verið að ræða, eða að þessi lönd
hafi getað lánað hvort öðru. En einmitt það, að þetta getur
ekki komið til neinna mála, gerir dæmið svo merkilegt;
því að þar sem það er víst, að hvorugt landið hefur fengið
neitt frá hinu, þá verður samræmið — sem er margvíslegr3
en svo, að það geti verið af tilviljun sprottið — aðeins skiljan*
legt af því, að lífskjörin hafa verið svipuð á báðum stöðunum
og þróunin því orðið lík.
Allir vitum vér — eða ættum að vita — að mennirnir eru
um margt og mikið afkvæmi lífskjaranna, eins og jurtin jarð'
vegsins, sem hún er sett í og vex upp úr. Að kynshugtaki^
hefur í seinni tíð verið svo ofarlega á baugi og stjórnmála'
ástandið í Þýzkalandi hinu nýja gert það næstum því grát'
broslega mikið áhugaefni, á eingöngu rót sína í þeim miS'