Eimreiðin - 01.10.1934, Page 71
E'MREIÐIN
Kvæði.
Morgunvísur.
Vaknar fjóla’ af blíðum blund,
blærinn hóla strýkur,
blessuð sólin gyllir grund,
glatt á bólum rýkur.
Smárrar lindar bærist brá,
blíðir vindar hlýna,
roðna tindar röðli frá,
rökkurmyndir dvína.
Bjarmans lendur blómstraðar
burtu venda myrkri,
líða um strendur ljósgeislar,
lífs í hendi styrkri.
Tómas 0. Magnússon.
Ást.
Þú þýddir ein með ástúðinni
þá æfirún, sem kuldinn skar,
og nakinn varð í návist þinni
hver neisti, sem að falinn var.
Hvert orð þitt varð að Ijúfu ljóði,
sem Ijósi yfir hug minn brá
og atlot þín að andans sjóði,
sem enginn dauði granda má.
Og ein þú geymir gleði mína
— því guð veit að þú ert mér kær —
það skín í gegn um gæfu þína
hver geisli, sem að til mín nær.
Gísli H. Erlendsson.
í