Eimreiðin - 01.10.1934, Page 84
410
PETURSKIRKJAN
EIMREIÐIN
Á Péturstorginu
þeytir stór gosbrunnur
tærum daggperluglit-
uðum vatnsstrók hátt
í loft. Úði, hressandi
vatnsdropar,væta andlit
göngumannsins um leið
og hann fer fram hjá.
Á torginu, sem ann-
ars eru hvítþurrar og
sólbakaðar steinflísar,
stingur það mjög í stúf
að sjá ofurlitla polla
af úðanum, sem and-
varinn hefur borið
með sér frá gosbrunn-
inum.
Fyrir framan blasir
Péturskirkjan við, þessi
óskaplega stórfenglega
og risavaxna bygginS-
með hina voldugu,
silfurgráu hjálmhvelf-
ingu, skrýdda gull'
bjarma sólarlagsins. "
Súlnagangarnir, tignar-
legir og mikilfenglegir-
breiða faðmana móf'
víðri veröld.
Til hægri drotnar
Vatikanið, uppljómað
af kvöldsólargeislunum,
með glampandi rúðum-
Steinsúlan (ObS'
liskan), sem Kaligúl3
keisari lét flytja f**
Rómaborgar frá Helio"
polis í Egyptaland',