Eimreiðin - 01.10.1934, Page 87
EIMREIÐIN
PÉTURSKIRK]AN
413
Péturskirkjan aö innan. Qröf Péturs postula undir tjaldhimninum.
Hver sem væri af sfærstu kirkjum heimsins gæti sem bezt
komist fyrir þar inni. Stærð hinna ýmsu stærstu kirkna, St.
Pálskirkjunnar í London, Kölnar-dómkirkju og hinnar frægu
dómkirkju í Milano o. fl., er mörkuð á gólfið með messing-
bókstöfum. í fordyrinu einu væri sem bezt hægt að geyma
Pfúarkirkjuna í Kaupmannahöfn, sem svo margir íslendingar
^annast við. Vígsluvatns-kerin, sem sýnast lítil og yfirlætislaus,
eru við nánari athugun svipuð á stærð og venjuleg baðker.
Margir hafa lesið eitt og annað um stærð og mikilleika
bessarar stórkostlegu byggingar, en vitanlega hefur það ekkert
svipuð áhrif sem á sjónarvott, og jafnvel hann undrast ekki
eins og vera ber vegna þess, að ekkert er til samanburðar.
Samræmið í öllu kemur ekkert undarlega fyrir sjónir, heldur
v>rðist blátt áfram sjálfsagt að alt sé þar eins og það er:
mikilfenglegt og óviðjafnanlegt, og í dásamlegu samræmi hvað
v>ð annað. En sagt er að þeim, sem séð hafa Péturskirkjuna
> Rómaborg, finnist ekki eins mikið til um aðrar byggingar
eftir sem áður.
Niðri — bak við málmdyr í undirkirkjunni — er gröf.
fnnimúraðar í voldugum helli hvíla hinar síðustu jarðnesku
leifar Símonar Péturs. Vfir hinum helgu dómum stendur
Páfa-altarið, yfir því tjaldhiminn, og yfir honum hvelfist svo