Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 88
414
PÉTURSKIRKJAN
EIMREIDIN
hjálmhvelfingin, en á alla vegu breiðir sig Péturskirkjan.
Hvílík grafhöll! Þetta er stærsti og eftirtektarverðasti leg-
staður í öllum heimi. Hvorki í austri né vestri finst annað
eins minnismerki. Ekkert sem er stærra, ekkert sem er skraut-
legra, ekkert sem er gert af meiri sannri list, ekkert sem er
voldugra. Því næst er að lesa grafskriftina. A gröf hins 6-
dauðlega Dantes í Ravenna er langt latneskt vers. Á gröf
Napóleons er þetta nafn, sem á sínum tíma var refsisvipa
Evrópu, nafnið Napóleon.
Grafskrift Péturs postula, höfðingjans, er alt öðru vísi-
Hún stendur hátt uppi yfir gröfinni, með tveggja metra stór-
um bókstöfum, úr bláu steintíglaskrauti með gullnum grunni
»En ég segi þér, að þú ert Pétur, og á þessari hellu vil ég
byggja kirkju mína, og hlið helvítis munu aldrei á henm
sigrast; þér vil ég fá lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur
á jörðu skal á himnum bundið verða*.
Svo hverfur síðasti sólargeislinn. Dauft endurskin hins
deyjandi dags sígur hægt niður í næturdjúpið. Helgikyrð og
rökkur. Nú er hringt klukku, til merkis um að eigi að loka
kirkjunni. — Frá tröppunum blasir við hin eilífa Róm. Við
sjáum Engilsborgarkastalann bera einkennilega við dimmbláan
himininn. Uppi í elstu gluggum Vatikansins, þeim sem fjærstir
eru, er ljós. Þaðan stjórnar Pétur málefnum heilagrar kirk)U-
Þar fyrir innan situr hinn síðasti Pétur, Píus páfi XI., °S
skrifar undir kirkjuleg skjöl.
Júlíus páfi, II. með því nafni, sem ríkti á Pétursstóli a
árunum 1503 — 1513, lét byrja á byggingu þessarar núverandi
Péturskirkju árið 1506, en fyrst árið 1626, í stjórnartíð Úr-
banusar páfa VIII., sem ríkti frá 1623—1644, er talið að
byggingunni sé lokið. En til viðhalds og endurnýjunar á Þ^1’
sem tímans tönn tekst að vinna á, hafa síðan sí og æ unnD
fleiri tugir manna, svo kirkjan geti haldið áfram að vera
listaverkið undursamlega.
Júlíus páfi var á marga lund mætur stjórnari kirkjunnar,
en ýmsir hafa lagt honum það mjög til lasts, að hann haf*
verið um of hlyntur hermensku, og sumir hafa sagt að 3
hans dögum hafi hernaðarguðinn Mars ríkt á páfastóli, vegna
þess að hann heimsófti iðulega hermennina í herbúðirnar oS