Eimreiðin - 01.07.1935, Page 9
eimreiðin
Júlí—september 1935 XLI. ár, 3. hefti
Góður gestur.
I sumar hefur einn af ágætustu löndum vorum í Vestur-
^*imi verið á ferð um ísland. Það er skáldkonan frú Ja-
v°hína Johnson, frá borginni Seattle í Washingtonfylki i
andaríkjunum. Skáldkonunni hafði verið hoðið hingað
eiIn til þess meðal annars að sjá aftur það land, sem hún
kvaddi fyrir fjörutíu og fimm árum, þá
aðeins sjö ára gömul. Hún er fædd 24.
október 1883 að Hólmavaði í Suður-
Þingeyjarsýslu, dóttir Sigurbjörns Jó-
hanssonar skálds frá Fótaskinni. Fyrst
eftir að hún fluttist Vestur, átti hún
heima í Manitobá i Kanada, en í horg-
inni Seattle, vestur við Kyrrahaf, hefur
hún átt heima í síðastliðin 26 ár, og þar
hefur hún uiinið flest sín bókmenta-
störf. Hún hefur ort fjölda kvæða á svo
hreinni og fágaðri íslenzku, að furðu
ke&nn' lI1n konu, sem dvalist hefur svo að segja æfina alla
,ndir áhrifum hins enskumælandi heims og hlotið mentun
'lna þar. En hún hefur fengið ást á íslenzkunni í vöggu-
^J°í, lesið fjölda íslenzkra hóka, iðkað tungu feðra sinna fyrst
á'Ulir handleiðslu foreldra og síðar af sjálfsdáðum. Allnáin
h nm af skáldinu Stephan G. Stephansson munu og hafa
0|ðið henni holl hvöt í þessum efnum, og átti hún bréfavið-
j ’P1’ við hann um islenzka ljóðlist og lík efni. Kvæði frú Ja-
-°kinu Johnson eru ekki eins kunn hér heima, eins og þau eiga
^PiIið. Hún hefur ekki gefið út kvæði sín í bókarformi, heldur
a^a Þau birzt hingað og þangað í blöðum og tímaritum vestra.
17
•kikobina Johnson.