Eimreiðin - 01.07.1935, Síða 14
262
LJÓÐ
EIMHEIÐI*
Á ég að írúa og treysta því, ég vaki?
Talar þar huldu-sveinn viö opnar dyr?
— Örugg ég trúi, því augu hans lýsa
ástúö — og ijóðurn, sem ég kunni fyr, —
íslenzkum Ijóðum, sem ég unni fyr.
Geng ég í klettinn, — þar gefur á að líta
gimsteina fagra, sem hann býður mér,
hafi ég viljann og hug til að vaka,
hug til að lifa fagran draum með sér, —
dýrgripi eignast þar og draum með sér.
Nóttin er liðin, og loforð batt ég,
loforð við huldu-svein í Jóru-kleif.
— Huldur og vættir mér hjálpi’ að efna:
hugrökk að trevsía hverjum draum, er sveif, ■—
út fyrir önn og myrkur örugt sveif.
Þú réttir mér ilmvönd.
Þú réttir mér iimvönd af íslenzkum reyr,
— ég atburðinn geymi.
Hvert árið sem líður ég ann honum meir,
þó öðrum ég gleymi.
Mig greip einhver suðræn og seiðandi þrá
að syngja hér lengur.
Við íslenzkan vor-ilm til viðkvæmni brá,
svo vaknaði strengur.
Þann iim-vönd, sem gaf mér þín íslenzka hönd,
er unun að geyma.
Ég flyt hann með ástúð að fjarlægri strönd
úr fjalldalnum heima.