Eimreiðin - 01.07.1935, Page 62
EIMBEIÐlN
Bílferð til Austfjarða.
Þegar sól hækkar á lofti og þýðvindar taka að minnast við
birkikjarr og grænkandi tún á vorin, vaknar útþráin í brjóst-
um borgarbúanna, ekki sízt þeirra, sem bornir eru í sveit og
hafa alist þar upp. Svo er þessu varið um mig, og löngu áðux'
en lengstur dagur rennur yfir Reykjavík, hef ég hugsað niér>
að á þessu sumri skuli verða af því að fara landleiðina fra
Reykjavík til Seyðisfjarðar og sjá sveitina mína, Seyðisfjai'ð-
arhrepp í Norður-Múlasýslu, sem ég hef ekki augum litið í se*
ár. Þetta kann nú að þykja altof áberandi átthagaást meðal
þeirra alþjóðlega hugsandi landa minna, sem eiga ættland
þar sem er öll jarðkringlan eða sjálft sólkerfið, en eru löng11
upp úr því vaxnir að binda hug sinn við hólmann okkar 1
Atlantshafi, hvað þá við eina litla sveit þessa hólma. En svona
er þetta samt. Það mega varla líða 5—6 ár svo, að ég þui'^1
ekki að fara heim og heilsa upp á gömlu kunningjana, kvika
og ókvika, og sjá hvernig öllu líður. Auðvitað eru fjöllin þal'
sömu, fjörðurinn, hlíðarnar, engin og dalirnir. En fólkið el
breytingum háð. Sumir hverfa af sjónarsviðinu, aðrir nj’11
koma í staðinn, og ókunnum andlitum bregður fyrir innan
um önnur gamalkunn og kær.
Ef ég man rétt, var það 25. júlí 19.34, að fyrsta bifreiðin koi®
til Seyðisfjarðar alla leið frá Reykjavík. Þótt þannig sé ekk1
nema eitt ár síðan leið þessi var opnuð, eru nú komnai’ a
fastar áætlunarferðir um hana alla að sumrinu, auk þess sem
hana fara einkabílar öðru hvoru. Bifreiðin okkar var ág;l'f
fimm manna vagn frá „Dodge Brothers", og samferðafólki^
því betra. Er það að því leyti þægilegra að hafa bifreiðina t**
eigin umráða, að þá geta menn farið ýmsa þá króka, seI11
gaman er að fara, en áætlunarbifreiðir geta eðlilega ekki sin1
um. Hinsvegar munu hinar stóru 18 farþega áætlunarbifreiðal
vera öllu traustari og fult svo íljótar til slíkra langferða seI11
þessara eins og minni bílar. Það dróst lengur en ætlað val
í fyrstu, að lagt yrði upp i ferðina. En sunnudaginn 11. ág'll',t