Eimreiðin - 01.04.1938, Qupperneq 48
eimreiðin
Maurildi.
Smásaga eftir Skarphéðin.
Ágústnóttin tjaldaði dökku um græn tún og gróðurmiklar
hlíðar, en yfir sveitina gnæfðu fagurroðnir tindar, sem síðustu
geislar kvöldsólarinnar voru að kveðja. Niðri við höfnina var
kröltt af starfandi fólki, þó að komið væri langt fram yfir
venjulegan háttatima. Það hafði komið síldarhlaup í fjörðinn,
og í dag höfðu öll net verið full áf þessari langþráðu, litfögru
skepnu. Hundruðum strokka af glitrandi síld var búið að
fleyta á land, og nú voru allar hendur á lofti til að koma henm
sem fyrst í frystinn.
Við bryggjurnar lágu flatbytningar útvegsbændanna hlið
við hlið. En í síldarkösinni, sem hafði fylt þá frá stefni og
aftur í skut, stóðu strákar í klofháum stigvélum, hreistrugir
frá hvirfli til ilja, og mokuðu síldinni upp í hálftunnu-stanip3,
Þeir voru siðan dregnir upp í snarkasti og bornir á handbörum
upp á græna flöt neðan við íshúsið, þar sem stúlkurnar tóku
við að panna, unz hin dýrmæta þorskafæða var tilbúin að
leggjast í frystinn, þar sem hún skyldi geymast í tvo sólar-
hringa áður en hún fengi inngöngu í sjálfa geymsluklefa is'
hússins.
Úti á sundinu voru bátar að koma og fara. Það glitraði af
árablöðunum, þegar þeim var dyfið i spegilsléttan sjóinn, seiu
í húminu líktist einhverju dularfullu draumaríki utan við all'
an veruleika. Því úr skuggum fjallanna, endurspegluðu hmi'
inhvolfinu og gárunum utan af hafinu varð ein sihreytileS'
hviksjá um sævarflötinn, lygnan og tæran.
Öllum bar saman um að betri og áreiðanlegri húsbóndi vau1
ekki til í öllum firðinum en Hannes gamli á Eyri. En vinnU-
harður var hann, ef eitthvað mikið lá á. Að minsta kosti fanst
Gunnari sláttumanni það þetta kvöld. Því án þess að skevta
hið minsta um, að í raun og veru hafði Gunnar ráðið si»
að Eyri sem heyskaparmann eingöngu um sumarið, halð1