Eimreiðin - 01.04.1938, Qupperneq 51
E|MREI£)IN
MAURILDI
171
aftur upp í stampinn með höndunum. Hann langaði ekki til
a6 verða lengur að athlægi þarna á bryggjunni.
Á meðan hafði stúlkan náð í vatn úr krana uppi við fisk-
^ásin. Áður en varði hafði hún rifið ræmu neðan af lérefts-
^jólnum, sem hún var í innan undir olíupilsinu, þvegið blóðið
af hendinni, vafið um sárið ræmunni og hnýtt að með band-
sP°tta úr hyrnunni sinni, alt í svo skjótri svipan og með þeim
^yndugleik, að Gunnar fékk ekki ráðrúm til andmæla. Á með-
an hún fór mjúkum höndum um sár hans, leit hún á hann, og
hann sá bregða fyrir einkennilegu leiftri í augurn hennar,
saöggu, silfurbjörtu, eins og undan árablöðunum úti á sund-
lnU, þar sem maurildin loguðu um lágnættið í síkvikum breyti-
*eih — hann gat ekki gert sér grein fyrir hvort leiftrið brotn-
ai5i í tári —, en það var svo dularfult — og sterkt —-. Hann
'arð höggdofa og bara starði og starði — inn í þessi augu, sem
llann sá nú í fyrsta sinn ...
★ ★ *
^igga Páls stóð yfir síldarbingnum á grasflötinni uppi við
lshúsið og sprautaði vatni yfir binginn úr stórri slöngu, sem
a upp í læk skamt frá. Sigga hafði það verk með höndum ým-
l!h að þvo síldina áður en hún færi í pönnurnar, eða moka ísn-
ltl11 undan ísmylnunni á dyraloftinu niður rennu ofan í fryst-
ltln> begar isinn vildi ekki renna þangað sjálfkrafa. En í kvöld
/u ^igga annars hugar. Hún var altaf öðru hvoru með augun
Utigum manni, vel búnum, sem stóð yfir við verzlunarhúsin
feykti vindlinga í ákafa. Stundum gleymdi Sigga sér svo, að
'utnið úr slöngunni frísaðist á stúlkurnar, sem voru að panna,
611 í1*1' sendu henni aftur ómjúkar kveðjur í staðinn.
^ „hað er naumast þú glápir, Sigga! Þú ætlar alveg að éta
41111 Gústa bókara með augunum. En það þýðir ekkert, væna
Hann vill ekki sjá þig lengur,“ sagði Jóa í Nýlendu og
°' »Veiztu ekki að hann er vitlaus eftir stelpunni í Vogi, þess-
f11 ^efnu, sem er þar í sumar? Að þú skulir ekki hætta að
‘lnga í honum, Sigga!“
^igga hrökk saman við þessi orð Jóu og misti tökin á slöng-
ni> svo vatnið sprautaðist yfir fjórar kerlingar, sem stóðu