Eimreiðin - 01.04.1938, Blaðsíða 72
192
BLEKKINGIN MIKLA
eimreiðin
sem höggvin var í klettinn, og geklc út í birtu morgunsins við
sólarupprás. Páskaliljur sprungu út í förum hans — vorlind-
irnar niðuðu og jörðin breyttist í græna grasábreiðu, þar sem
hann gekk.“
„Og móðir hans og María Magdalena, konan syndum hlaðna,
gengu til grafarinnar í sólarupprás. Döggin vætti fætur þeirra,
og fuglarnir sungu í morgunkyrðinni. Og þær sáu, að gröfiB
var tóm.“
„Hann hvarf á hvítum veginum, þar sem hvert sandkorn
glitraði í öllum lituiri regnbogans. Sá vegur liggur til landsins,
sem við þekkjum ekki. Miljónir hafa farið á eftir honum, en
enginn hefur komið aftur til þess að segja frá því hvert vegur-
inn liggur.“
„Við höfum reist honum kirkjur, stórar og svalar, og lokað
hann úti frá okkur með guðfræðinnar stálhörðu grindum -
hann, hróður okkar og eigin imynd. Eins neglir þó hver og
einn sjálfan sig á ltross, deyr og rís upp aftur í gróðri jarðai
og tærleik regndropans.“
Risavöxnu súlurnar gnæfðu fyrir framan okkur, altof stoi*
ar og altof skuggalegar í næturmyrkrinu. Við flúðum af svið'
inu lyrir framan kirkjuna, eins og hrædd börn, út á Ijósum
skrýdd strætin, til þess að renna þar saman við mannhafi®
mikla.
„Og þó þjáist ég af takmarkalausri þrá eftir trú. Ég get
gefið því annað nafn. — Manstu, að ég sagði einu sinni í sam-
ræðu, að okkar kynslóð væri á leið til glötunar og biði aðeius
eftir undri, sem gæti frelsað okkur, því undrið eitt og ekkeit
annað væri þess megnugt. — Ég var ekki að gera að gamnl
mínu þá, þó að orð mín druknuðu í hláturssköllum hinna-
Þetta var kjarninn í allri lífsskoðun minni. —• Hvernig settim1
við konur að geta stundað heimspeki og hávísindi, við sem
erum ekkert nema tilfinningarnar og þrárnar! Við verðum *
trúa, annars getum við ekki lifað, og ef við eigum enga trú, l)a
tökum við að dýrka í staðinn falska guði.“
„Svo sem falleg föt, hatta, skrautgripi — ástina, nautmr>
börn!“
„Ó, þær eru hamingjusamar, sem eiga börn. Ég hef stundm
þráð að eignast barn, — barn, sem væri hold af mínu r