Eimreiðin - 01.04.1938, Qupperneq 96
216
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
EIMRBIÐ11*
Sr. Oddur: Ég gat ekki annað.
Súlveig: í öðru lagi syndgaðir þú gegn konunni, sem þu
kvongaðist, því að þú gerðir þér upp tilfinningar, sem Þlt
áttir ekki til. Og í þriðja lagi drýgðir þú synd gegn barninu,
sem hún ól þér, því að það var ekki ást, sem stjórnaði gerð-
um þínum. (Þögn.) En hvert það barn, sem ekki er getið 1
ást, er getið í synd.
Sr. Oddur: Ég hef reynt að vera Guðrúnu góður.
Sólveig: Með því hefur þú líka bætt að mestu fyrii' b1’0*
þitt. Það er þitt lán, því að einhverntíma verða menn hvoi
sem er að afplána syndir sinar. Undan því kemst engiun-
Sr. Oddur: En hefur þá enginn neinar syndir að afplaníl
nema ég einn?
Sólveig: Jú. Öll erum við syndug, en syndir okkar eru mlS
munandi stórar.
Sr. Oddur: En eftir hverju fer þá stærð afbrotanna?
Sólveig: Eftir því, hversu miklar þjáningar þau hafa valdið
öðrum.
Sr. Oddur: Ég á svo erfitt með að skilja þetta alt samaU'
Það er eins og mig sé að dreyma — og þó ekki. Ég er liklega
dáinn.------En þú, Sólveig, þú talar eins og sá, sem vald heim-
Sólvcig: Ég hef ekki annað vald en það, sem mér er gelið-
Sr. Oddur: Hvaða vald er það?
Sólveig: Vald til að hjálpa þér yfir síðasta þröskuldinn-
Sr. Oddur: Þú getur ekki hjálpað mér.
Sólveig: Ekki nema þú viljir það sjálfur.
Sr. Oddur: En ég vil það ekki.
Sólveig: Viltu ekki þiggja aðstoð mína?
Sr. Oddur: Nei. Ég er hennar ekki verður. ^
Fylgdcirmaðurinn (kemur i Ijós): Þegar maðurinn sér,
hann hefur verið á villugötum, þá fyrst er hægt að vísa h°n
um á rétta leið.
Sr. Oddur (við Sólveigu): Hver er þessi maður? Hann
hér áðan og gerði mig hálfruglaðan. Hann þóttist vera i> »
armaður minn. Hann vissi alt um mig og mína hagi, ja^n'
viðkvæmustu leyndannál mín. Hver er liann? Er hann 1
andi, sendur mér til höfuðs?
Sólvcig: Nei, hann er ekki illur andi, heldur góður.