Eimreiðin - 01.04.1938, Side 97
eimheiðin
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
217
Fylgdarmaður: Hefurðu enn ekki skilið, að ég er einn af
beirn öndum, sem fyigja mönnunum á jörðinni, frá vöggu
grafar?
■Sr. Oddur: I hvaða tilgangi?
Fylgdarmaður: í þeim tilgangi að leiðbeina þeim, að láta
tá vita hvenær þeir breyta rétt og hvenær þeir breyta rangt,
vísa þeim veg og vara þá við hættum.
Sr■ Oddur: Ekki var ég varaður við hættunni á ísnum.
Fylgdarmaður: Það var engin hætta.
Sr. Oddur: Það var þó sú hætta, sem kostaði mig lífið.
Sólveig: Og gaf þér það aftur.
Sf. Oddur: Þið segið, að ég sé dáinn.
Fylgdarmaður: Þú lifir saml.
Sf. Oddur: Hvernig má það vera? Ekki get ég bæði verið
^auður og lifandi!
Fylgdarmaður: Hefur þú aldrei minst á það í stólræðum
þinuni yfir söfnuðinum, að menn lifðu eftir dauðann?
Sr- Oddur: Jú. (Pögn.) En það er bara sálin, sem lifir.
Fylgdarmaður: Nú reynir þú það sjálfur.
Oddur: Nei. Ég er enn í líkamanum.
Fylgdarmaður: Sál þín lifir í nýjum likama.
,''r- Oddur: Hafi ég fengið nýjan líkama, þá get ég haldið
a^rani að lifa á jörðinni.
^ylgdarnmður: Þú getur það, en gerir það ekki.
Oddur: Hversvegna ætti ég ekki að gera það?
^ylgdarmaður: Slikt lif myndi verða þér til kvalar og
arinæðu.
^r■ Oddur: Ekki skil ég í því.
llgdarmaður: Þreifaðu á og þú munt finna. Skreptu heim
1 konunnar þinnar og barnsins — og vittú hvernig fer.
^r- Oddur (léttari i skapi): Get ég það?
ylgdarmaður (bendir ú dyrnar): Reyndu. (Sr. Oddur fer.
^gn.)
Sólveig: Hversvegna leyfðirðu honum að fara?
./ylgdarmaður: Hugsunin um að komast til bæjar er svo
nJa honum, að hún verður að fá útrás.
SótveigEn þetta hlýtur að valda honum sársauka.
* ylgdarmaður: „Hver sem eykur þekkingu sína, eyknr