Eimreiðin - 01.04.1938, Page 98
218
MIIÍLABÆJAR-SÓLVEIG
EIMREIÐIN
kvöl sína,“ en án þekkingar enginn skilningur, og án skiln-
ings engin framför.
Sólveig: En var þetta nauðsynlegt? Var ekki hægt að leiða
honum þetta fyrir sjónir á annan veg?
Fglgdarmaður: Ekki á þeim tíma, sem við eigum yfir að
ráða. Það er altaf erfitt að fá þá menn til að átta sig, sem
deyja snögglega. Ég birtist honum strax og ég hafði leitt hann
hingað og reyndi á allan hátt að vekja hann til skilnings, en
það gekk seint og treglega.
Sólveig: Og ég lét hann lifa upp liðin atvik og flutti hann
á næsta augnabliki í hjúskaparlíf hans og jarðnesk viðhorf.
svo að hann gæti greint eitt frá öðru.
Fylgdarmaður: Það var þýðingarlaust. Hann hafði ekki öðlr
ast þann þroska, sem nauðsynlegur var til að skilja það. Þess^
vegna varð hann að fara þessa för.
Sólveig: En hvernig fer nú, ef drengurinn sér hann?
Fglgdarmaður: Drengurinn sefur.
Sólveig: Og sér hann í draumi?
Fglgdarmaður: Nei. Drengurinn var fluttur inn á draum3''
land barnanna, -—- og þangað kemst engin jarðbundin vera-
(Þögn.)
Sólveig: En liitt heimilisfólkið?
Fglgdarmaður: Já, það er verra með það, því að hræðsla'1
gerir það hálfu næmara en áður, og sr. Oddur er mjög jar^
bundinn. En ég dró úr honum svo mikinn kraft, að hann getu1
ekki gert sig sýnilegan. (Þögn.) En fólkið heyrir til hans.
Sólveig: Er það óhjákvæmilegt að hræða fólkið? ^
Fglgdarmaður: Já, því að annars fær hann ekki þa '
neskju, sem hann vantar. — En þarna kemur hann aftlir
(Sr. Oddur kemur. 1 mikilli qeðshrærinqu.)
Sr. Oddur: Hvað hef ég gert, er verðskuldi svo hræðu o
þjáningar?
Fglgdarmaður: Enginn þjáist óverðskuldað. „Með þel ((
mæli sem þér mælið öðrum, svo mun yður og mælt verða
Sólveig (við sr. Odd): Hvað kom fyrir? g
Sr. Oddur: Ég fór heim. Bærinn var lokaður. Ég barin
dyrum, en enginn kom til dyra. Ég fór upp á baðstofup
una og guðaði á gluggann, en enginn fór fram til að °Pn