Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 27
EIM HEIÐIN'
FÓRNARLUND OG AUÐSÓTTI
139
íslenzka þjóðin hefur ekki ennþá neitt verulega af þeirri
takmörkun á öllum lífsnauðsynjum að segja, sem nú hvílir á
hernaðar- og hernumdu þjóðunum í Evropu. Hún leggur ekk-
ert beint fram til styrjaldarþarfa. Og hún hefur gott af þvi
að setja sér fyrir sjónir þaer gífurlegu fórnir, sem nú eru
faerðar í heiminum umhverfis okkur. Eg vil á engan hátt geia
Htið úr fórnarlund þjóðarinnar. Hún á hana i ríkum mæli og'
hefur fært miklar fórnir á umliðnum öldum. Þess vegna má
nú engu gleyma af því, sem reynsla liðinna alda á að hafa
kennt henni. Einnig hjá henni þarf fórnarlundin að kveikja
þá heilögu glóð hugsjóna, sem heldur uppi trúnni á göfgi mann-
eðlisins, hversu sem að syrtir.
Enski hagfræðingurinn Geoffrey Crowther, ritstjóri hag-
fræðitímaritsins The Economist, hefur skvrgreint muninn á
heilbrigðu fjárhagsástandi á friðartimum og öfugstreymi fjár-
'Rálanna á styrjaldartimum þannig: Tilgangur og takmark
állrar starfsemi þjóðarinnar á styrjaldartimum er að umskapa'
a,tar auð- og framleiðslulindir landsins, sem á friðartímum
eiga að notast til almenningsheilla, í það eitt að framleiða hern-
aðartæki. Rikið verður að fá stórkostlega aukið vald yfir öll-
Um lífsþörfum þjóðarinnar og vinnukrafti, og til þess að þetta
sé mögulegt, verður almenningur í landinu að draga stórlega
lu' kröfum sínum um þessar söniu lífsþarfir og vinnukraft.
Ijess vegna er hlutverk fjármálastjórnar landsins allt annað á
ólriðartimum en á friðartímum og gerólíkt. A friðartímum ei
Það skylda hennar að ná inn nauðsynlegum tekjum rikisins
þannig, að þetta komi eins vægilega og mögulegt er við alla
eðlilega framleiðslustarfsemi þegnanna. A ófriðartímum er það
altur á móti skylda hennar að fá almenning til þess með foi-
tölum eða valdbeitingu, að minnka eigin neyzlu og lífsþarfir
eins mikið og framast er mögulegt. í samræmi við þessa lýs-
tngu hins enska hagfræðings er nú unnið upp á líl og dauða
hjá þeirri stórþjóð, sem nú er að verða skuldunautur smá-
Þjóðarinnar hér norður við heimskautsbaug, að því er hag-
skýrslurnar herma, eftir að hafa verið lánardrottinn hennar
11111 hmgt skeið og allt fram á siðustu stundu. Það væri því
ekki ófróðlegt að kynnast því, hve haganlega og örugglega
fretta risavaxna starf er nú framkvæmt, enda mætti þá ef til