Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 22
134 VIÐ ÞJÓÐVEGINN IÍIMREIÐIN' nú að verða að smámálum eða að hverfa ur sögunni. Hverjum deltur t. d. lengur í hug að meta menn í stjórnmálalegu tilliti eftir því, hvort þeir verzla við kaupmenn eða kaupfélög, og hvað er nú orðið um æðsta boðorð og sáluhjálparatriði hinnar ómenguðu jafnaðarmennsku: algera þjóðnýtingu? Nú hevrist sjaldan eða aldrei á þessi mál minnst, sem áður voru um langt skeið einhver allra viðkvæmustu deilumál flokkanna. Þegar Ólafur Friðriksson lýsti í grein sinni um jafnaðarstefnuna, sem hann reit í Eimreiðina 1926, leiðum jafnaðarmanna að markinu þannig, að hinn róttækari hluti þeirra teldi betra að vera undir það búinn að nota handaflið, varð þessi setn- ing hans lengi á eftir ýmist heróp eða hneikslan í íslenzkum stjórnmálum. Nú heyrist handaflsaðferðin i baráttu íslenzkra jafnaðarmanna aldrei nefnd á nafn. Að sjálfsögðu koma ný stórmál fram á sjónarsviðið í stað þeirra, sem áður voru efst á baugi. En það er ástæða til þess að vona, að lexían, sem yfir- standandi styrjöld gefur okkur, verði meðal annars fólgin í því, að þjóðin læri betur en áður að meta samheldnina og gæta skyldna sinna sem þjóðar, þannig að hagsmunir flokkanna víki fyrir heill og hagsmunum heildarinnar. íslenzka þjóðin á sínar erfðavenjur, sína sögu, bókmenntir, sín sérstæðu náttúruskil- yrði og' atvinnuskilyrði, sem allt gerir það að verkum, að hún kemst ekki hjá að miða líf sitt og starf við þessar kringum- stæður fyrst og fremst, ef hún á að halda áfram að vera sjálf- stæð þjóð. Það er ekki eingöngu á styrjaldartímum, eins og nú eru, að hún þarf að vera vakandi fyrir innbyrðis samheldni, heldur er þetta ætið ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir því, að hún fái varðveitt frelsi sitt og fullveldi. „Blóð, strit, tár og sviti“ eru þau gæði, sem ófriðarþjóðunum eru nú boðin. Og þær taka þeim boðskap með einbeittri samheldni og fórna lífinu fyrir það, að þjóðarheildin fái varðveitzt og komið órofin lit úr óskapnaði styrjaldarinnar. Blóð, strit, tár og sviti, einnig þetta hefur stundum verið hlutskipti íslenzku þjóðarinnar, og alU þetta mun hún þurfa að leggja í sölurnar, engu síður en aðrar þjóðir, til þess að fá staðist áfram, sterk og samtaka, sjá'lf- stæð þjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.