Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 96
208
ÞAGNARLJÓÐIÐ
eimreiðjn
Segðu mér nokkuð, Sigrún!
Erlu sundin hin lokuðu að kanna?
Þekkirðu liðinna leiðir
til lifandi manna?
Segðu mér nokkuð, Sigrún!
Sumarið er í böndum. —
Vildirðu færa mér fréttir
úr framandi löndum?
Segðu mér nokkuð, Sigrún!
— Ég sú þig, er allt var hljótt. —
Veiztu það lwað mig vantar
í vetrarnótt?
SlGURJÓN FrIÐJÓNSSON
Hundrað um einn.
(Thor Lange.)
Dimmi skógur, þú, sem elur úlfaher,
ó, í drottins nafni fel mig, bjarga mér.
Gagnslaust er, ég þeki þig með greinum.
Þeir eru hundrað fullt á móti einum.
Djúpa gil með svarta skúta, gljúfur grá,
geym mig, veit mér, hundrað manna leitar á.
Öll mín fylgsni finna þeir, svo margir,
fengið get ég þér ei neinar bjargir.
Heiðaland með hreinan blæ og himinsýn,
hundrað manna eltir mig og leitar mín.
Þótt þeir væri hundrað hundruð, gestur,
heimil skal þér vörn öll, sem þig brestur.
Sigurður Jónsson frá Brún þýddi.